Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
það ómögulega, að yfirgefa þig, að hverfa á hrott
frá ljósinu sem geymir þig.
DÝN. Nei!
TEG. Ó myrkur, það er satt. Vertu sæl,
minning mín um jörðina, þú sem ég ann og elska
ofar öllum vonum. Það var ekki rétt að heimta
að þú héldir lífi í heitunum sem við unnum,
í tóminu sem bíður. Þú myndir aðeins verða
veröldinni að byrði, í stað þess sem þú ert:
ímynd Ijóssins. Dýnamene, snúðu
þér undan. Ég ætla að láta sverð mitt
ráða allar gátur.
DÝN. Krómis, ég veit livað eg geri! Ég veit það!
Virilíus bjargar þér.
TEG. Virilíus?
DÝN. Maðurinn minn. Hann gelur leikið líkið sem týndist.
TEG. Maðurinn þinn?
DYN. Það kemur honum ekki lengur að liði
að jarðneskar leifar hans liggi í þessari gröf.
Er nokkuð sem mælir á móti því að hann hangi
i beinviðnum þínum ? Betra er það honum, stórum betra
en þér sem ert enn á lífi; og áreiðanlega betra
en rotna til einskis gagns.
TEG. Hengja manninn þinn?
Það er hryllilegt, Dýnamene, blöskrunarlegt.
DÝN. En hvað þú ert seinn að skilja. Ég unni
lífi hans, ekki dauða hans. Og nú getum við gætt dauðann
mætti lífsins. Ekki hryllilegt: heldur undursamlegt!
Eða er ekki svo ? Að mér skuli auðnast að vita
að hann hrærist enn í heiminum og skapar
hamingju okkar? Það er meira en sorg mín gat orkað.
TEG. Hvað á ég að segja?
DÝN. Að þú elskir mig; eins og ég elska liann
og þig. Okkur er borgið, við skulum halda hátíð.
Hvar er flaskan? Það gutlar á henni ennþá.
Njótum vínsins bæði. Og gleymum hættum og háska.
Horfðu á mig, Krómis. Komdu, það munaði minnstu
56