Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 77
HELGI HÁLFDANARSON
Ég er að blaða í bók
sem ég er loksins bú- .
inn að fá aftur. Hún hefur verið hjá bókbindaranum undanfarnar vikur, og
oft hef ég saknað hennar úr hillunni. Ljóð Snorra Hjartarsonar bundin í eitt
bindi. Eg get ekki stillt mig um að fletta henni örlítið undir eins, rétt til að
bjóða hana velkomna. — Nú er ég búinn að slökkva á útvarpinu, læt fara vel
um mig og hygg gott til.
Ég lít snöggvast á kápumynd Asgríms, og í huganum
skýtur upp myndum og strjálum hendingum úr þessum ljóðum, — svanaflug
— skóganna rökkur — rauðar skriður — fjallið sem rís flughamrabratt úr
breiðum öldum laufgrænna hæða. Ég opna bókina með fögnuði.
Ég kem nið-
ur á smáljóðið Sumarnótt. Og fyrr en mig varir er ég staddur í íslenzkum eyði-
dal um lágnættið í júlí og hlusta á andardrátt sofandi náttúrunnar:
Ein í auðum dali
áin niðar gegnum víðimó,
hægur sunnansvali
silfurdöggvar hverja tó;
sofa hjarðir, sefur ló,
svífur þoka í skriðum,
læðist grá með loðna skó
lágt í rauðum skriðum.
Ætli það sé ekki vandfundin í íslenzkum skáldskap betri sambúð forms og efn-
is en í þessu litla ljóði.
Mýkt og blíða einkennir orðavalið, og sæld lifandi
kyrrðar angar úr hverri línu, næstum því úr hverju atkvæði.
011 rímorðin
enda á sérhljóðum, karlrímið er -ó, en kvenrímið -ali, eitt af indælustu hljóð-
samböndum tungunnar, hreint, sællegt og hógvært í senn — einsog sjálf sum-
67