Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 91
ÉG ER AÐ BLAÐA í BÓK
Form kvæðisins er afar sterkt, hnitniiðun bragsins frábær. Það væri ómaks-
ins vert að skoða vandlega orðaval kvæðisins með tilliti til samsvörunar í
merkingu og hljómi. Þarna segir til dæmis urn fjallið:
Flughamrabratt og rökkurdimmurautt
rís það úr breiðum öldum
laufgrænna hæða, löðri hvítra blóma
Hér má glöggt finna hvernig þverhnípið, sem felst í merkingu orðsins „bratt“,
verður enn snarhöggnara fyrir hljómsvip orðsins; og sú ýkta merking styrk-
ist enn af áferð orðsins „rautt“, endaþótt merking þess orðs sé alls óskyld; og
tvöfalda k-ið í „rökkur“ leggst á sömu sveif. Hinsvegar verða m-in í „liamra“
og „dimmu“ til að mýkja og milda þennan harða svip, svo yglibrúnin verður
að þungbúnu og tigulegu yfirbragði:
Flug-áamra-bratt og rökkur-dtmmu-rautt
En síðan kemur líkingin af hafinu:
rís það úr breiðum öldum
laufgrænna liæða, löðri hvítra blóma
Hér er alger andstæða; ekki aðeins í línum og litum: laufgrænar öldur, breið-
ar með hvítu löðri, í stað hamra-hengiflugsins rökkurdimmurauða, heldur
einnig í hljómum: í stað hendinganna: bratt-rautt, koma hér hendingarnar:
breiðum-hæða-Iöðri og leggjast á eitt með merkingum orðanna til fullkomn-
unar þessari mynd.
Þetta er ljóð sem ég finn að á eftir að vaxa í vitund minni
því meir sem ég gef því oftar gaum; það verður dýpra og jafnframt tærara;
það verður æ mikilúðlegra, og að sama skapi fegurra; það verður nákomn-
ara, og um leið kærara.
Nú sé ég aftur bregða fyrir þungum skugga; ég rekst
á kvæði sem nefnist Vísa, ægifagurt ljóð, þar sem mannúð og ást til alls sem
lifir er slungin öllum þeim geig og hrylling sem grúft hefur yfir þessari góðu
jörð síðan morðvísindi nútímans vörpuðu vítiseldum sínum yfir saklausa íbúa
japönsku borganna tveggja:
Fljúga svartir hrafnar
í hræköldu myrkri
Bleik kona
bláeyg með korngult hár
81
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR
6