Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 91
ÉG ER AÐ BLAÐA í BÓK Form kvæðisins er afar sterkt, hnitniiðun bragsins frábær. Það væri ómaks- ins vert að skoða vandlega orðaval kvæðisins með tilliti til samsvörunar í merkingu og hljómi. Þarna segir til dæmis urn fjallið: Flughamrabratt og rökkurdimmurautt rís það úr breiðum öldum laufgrænna hæða, löðri hvítra blóma Hér má glöggt finna hvernig þverhnípið, sem felst í merkingu orðsins „bratt“, verður enn snarhöggnara fyrir hljómsvip orðsins; og sú ýkta merking styrk- ist enn af áferð orðsins „rautt“, endaþótt merking þess orðs sé alls óskyld; og tvöfalda k-ið í „rökkur“ leggst á sömu sveif. Hinsvegar verða m-in í „liamra“ og „dimmu“ til að mýkja og milda þennan harða svip, svo yglibrúnin verður að þungbúnu og tigulegu yfirbragði: Flug-áamra-bratt og rökkur-dtmmu-rautt En síðan kemur líkingin af hafinu: rís það úr breiðum öldum laufgrænna liæða, löðri hvítra blóma Hér er alger andstæða; ekki aðeins í línum og litum: laufgrænar öldur, breið- ar með hvítu löðri, í stað hamra-hengiflugsins rökkurdimmurauða, heldur einnig í hljómum: í stað hendinganna: bratt-rautt, koma hér hendingarnar: breiðum-hæða-Iöðri og leggjast á eitt með merkingum orðanna til fullkomn- unar þessari mynd. Þetta er ljóð sem ég finn að á eftir að vaxa í vitund minni því meir sem ég gef því oftar gaum; það verður dýpra og jafnframt tærara; það verður æ mikilúðlegra, og að sama skapi fegurra; það verður nákomn- ara, og um leið kærara. Nú sé ég aftur bregða fyrir þungum skugga; ég rekst á kvæði sem nefnist Vísa, ægifagurt ljóð, þar sem mannúð og ást til alls sem lifir er slungin öllum þeim geig og hrylling sem grúft hefur yfir þessari góðu jörð síðan morðvísindi nútímans vörpuðu vítiseldum sínum yfir saklausa íbúa japönsku borganna tveggja: Fljúga svartir hrafnar í hræköldu myrkri Bleik kona bláeyg með korngult hár 81 TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.