Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 94
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þráð; síðan tekur nóltiii við og vefur úr rakinu nýjar myndir, kynjamyndir
af nornum og ormum sem sitja að villibráð hjarta hans kringum eld sem ástin
kyndir. Og Hamlet bíður.
En hver er Hamlet? Er það hinn forni Danaprins,
hinn frægi Hamlet Shakespeares? Kvæðið víkur hvergi frá því mótífi, og það
er fullkomið sem slíkt. En svo víðfeðmur er skáldskapur þess, að við sem les-
um það, kennum kviku þess í eigin barmi; geigur okkar og grunur taka að
hvíslast á: Hver er Hamlet? Er hann ef til vill svívirt og svikið mannkyn vorr-
ar eigin sjúku og spilltu aldar? Er hann ef til vill íslendingur? — hin íslenzka
alþýða? — er hann ég? — eða þú? Enn bíður hann, hikar; en þegar sora-
rauðar tungur svika-bálsins syngja honum kvöl og dauða, þá efnir hann heit
sín; og á hljóða dimma jörð slær morgunhlæ fórnar og helgrar hefndar.
Enn
læt ég mér vilja til, og kvæðið Þar skal dagurinn rísa ljómar við mér einsog
heiðríkur morgunn á gróanda vori:
Það er ekkert á ferli, aðeins döggin og ég;
ósprottinn dagur í túni, blágrænn og hvítur
morgunn blóms og manns, engin rödd, engin spor,
maríustakkur og dúnurt við troðinn veg
sem fellur í beina braut þar sem hólinn þrýtur
við byrgið.
Nú fölnar stjarnan í dögg þinni, vor,
deyr í hug minn og heldur áfram að lýsa
mér heim til blóms þíns túns þíns dags þíns í jötu
þó ég sé farinn, horfinn hirðunum góðu
í haganum
þangað sem jörðin er dauð og grá
fyrir múrum, hatur í dyrum, geigur á götu
og glæpir í varðtumum:
Þar skal dagurinn rísa
úr helfölri kyrrð, þá breiðast daggstirnd og blá
blóm þín um torgin þar sem gálgamir stóðu.
Það er vissulega sönn nautn að lesa þetta Ijóð, þó einskis sé leitað nema þess
sem við blasir.
Þetta er sonnetta af nýrri gerð, þar sem tvíliðir og þríliðir hald-
ast í hendur og mynda vandlega hnitmiðaða hrynjandi; rímið er sérkennilegt
að skipan, svo nýstárlegt að það næstum leynir sér, þó alrím sé, og kenmr á
óvart í hverri línu.
Uppaf saklausri mýkt viðkvæms hlóms ris ljóðið lil þeirrar
84