Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þar á hún sannarlega heima (gnýr þuugt). Annars er fjöldi bragliða regluleg-
ur og bundinn stuðlasetningu sem fylgir íslenzkum reglum.
Þríliðahrynjandin
í fyrstu línu er svo létt sem hæfir efni línunnar. En síðan fær hljóðfallið und-
arlega voldugan svip vegna áherzluatkvæðanna sem lendir saman í 2. línu
(senn flýr nótt-in) og tvisvar í 3. línu (í grátt úí-fall sem gnýr þungt). Með
þessu líkum hætti nær Snorri víða mjög sterkum áhrifum í hrynjandi, einkum
í síðari kvæðunum, þar sem hann beitir slíkum aðferðum oftar og af meira
öryggi. Yfirleitt er öll hnitmiðun formsins orðin þar enn nákvæmari, um leið
og stíllinn verður allur knappari.
Og ekki fara dult áhrif þjóðkvæðanna okkar
fornu á sum þessara ljóða. Hvenær skyldi hafa risið af grunni þjóðkvæða feg-
urra ljóð en Þjóðlag Snorra?
Kvæðið er í búningi ástaljóðs og minnir öðr-
um þræði á ævintýra-brúðina sem ósnortin bíður elskhuga síns í fjarlægð; en
svo vel er á mótífinu haldið, að hvergi er fipaður hinn dýpri skáldskapur að
baki þess. Það má raunar fremur segja að mótífið hliðri til fyrir skáldinu
þegar svo ber undir, og nýtur vissulega góðs af, því skáldið launar því á þann
hátt að hefja það yfir stund og stað; hún, sem ljóðið er í munn lagt, situr ein
og sóllaus, en sæl, sveipuð glitmóðu ævintýrsins á bakvið thna og rúm; þar
vakir hún og bíður sem bið þráða fyrirheit, manns eða þjóðar, hvert sem það
er.
Bragarhátturinn einn saman býr yfir furðu miklum þjóðkvæðaseið:
Enginn hefur séð mig,
en allir hafa þráð mig,
svarið eið og söðlað
hinn sviffráa jó,
hrakizt vegavilltir
um vindkaldan skóg.
Og rím er óvíða fegurra en á þessu ljóði:
Úlfar hafa clt þá
og álfar hafa tælt þá,
Það er furðu mikill galdur í þessum hendingum: Úlfar — álfar, og þessu rími:
elt þá ■— tœlt þá. Eða þokkinn í þessu yndislega erindi:
86