Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 97
ÉG ER AÐ BLAÐA í BÓK
Ein og sóllaus sit ég,
en sæl, því aldrei get ég
trúað öðru en ósk mín
og ást þín nái mér;
fallir þú og týnist
þá fölna ég með þér.
En þarna rekst ég aftur á háttfrjálst ljóð; og það er Ferð, vissulega eitt al
glæsilegustu Ijóðum í íslenzkum nútímakveðskap:
Hver vegur að heiman
er vegur heim.
Hratt snýst hjól dagsins,
höllin við lindina
og tjaldstæðin hjá fljótinu
eru týnd langt að baki,
það rökkvar og sigðin
er reidd að bleikum stjörnum.
Hamraklifin opnast,
hrímgrá og köld
hlasir auðnin við,
öx stjarnanna hrynja
glóhvít í dautt
grjótið og þungfæran sandinn.
Löng verður nóttin
nöturleg og dimm.
En handan við f jöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn Ijóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
Slíkl ljóð, svo víðfeðmur skáldskapur og svo lislræn vinnubrögð, væri ljóð-
bókmenntum hverrar þjóðar til prýði. Eg finn til þess með trega og stolti i
senn, að á íslandi eru enn sem fyrr sköpuð listaverk, sem aldrei geta orðið
eign annarrar þjóðar en íslendinga, ]>vi Ijóð verða aldrei flutt af einni tungu á
aðra, að allir aðrir yrðu að nenta íslenzka tungu til að geta notið þeirra, og
87