Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 98
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lilytu þá að skilja, að vegna lifandi íslenzkrar ljóðsnilldar er íslenzk tunga
verðmæti sem veröldin hefði ekki efni á að fórna, sérstakt menningar-verðmæti
sem aldrei fengist bætt, en stendur og fellur með íslenzkri þjóð, lífi hennar,
frelsi og sjálfstæði.
Og vissulega þarf engu að kvíða um örlög íslenzkrar tungu
og menningar, um lífsrétt og hamingju íslenzkrar þjóðar í eigin frjálsu landi,
rneðan slík skáld kveða, sem höfundur þessara ljóða, ef þjóðin aðeins ber gæfu
til að ljá þeim eyra. Þjóð sem lærir að unna slíkum ljóðum, hlýtur það að
launum ástar sinnar að verða djarfari, bjartsýnni, hamingjusamari og betri
þjóð. Slík ljóð eru þjóðarsálinni lífsnæring; og skáld sem svo kveður, er að
sönnu þjóðskáld.
Landið, þjóðin, tungan. Þar er hinn þríeini guðdómur sem
ljóð þessi eru færð að fórn:
Larnl þjú'ð' og tunga, þrenning sönn og ein,
þér var ég gefinn bam á móðurkné,
1 fegurð ævintýranna stígur Island veruleikans fram úr ljóðum Snorra Hjarl-
arsonar.
A heiðinniroðnar lyngið í húmi síðsumarsins:
Litir haustsins
í lynginu brenna;
húmblámans elfur
hrynja, renna
í bélin rauðu,
rýkur um húl og klett
svanvængjuð þoka
sviflétt.
í Þjófadölutn blasir við tröllskapur og ægileg tign öræfanna:
Hér grær ei blað né blúm á íljútsins leið,
það byltist niður urð og leir og snjú,
og jökulhrönnin brotnar löng og breið
við blakkan malarkamb í þungri rú,
með hola dimma hella úr sendnum snjú.
Og hrikaleikur auðnarinnar tengist sjálfri andstæðu siimi:
En fram af dalnum hlær við grösug hlíð,
linjúkur með rauðum skriðum, grænum túm;
þar gárar lindir gola rök og þýð,
88