Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 111
TÍU ÁRA KALT STRÍÐ máttar síns og stöðu á meginlandi Evrópu, hlýtur Vestur-Þýzkaland að verða atkvæða- mesta ríkið í Atlanzhafsbandalaginu, að Bandaríkjunum einum undanskildum. Þeg- ar Vestur-Þýzkaland hefur fengið færi á að vígbúast innan Atlanzhafsbandalagsins, get- ur það dregið öll önnur ríki Vestur-Evrópu á eftir sér í herför í Austurveg. Þegar svo er komið sjá Bandaríkin draum sinn rætast um allsherjarstríð gegn kommúnismanum. Með þessum hætti hyggst hinn gæfulitli handaríski brennuvargur kveikja heimsbál- ið stóra, sem Neró nútímans má vera full- sæmdur af. Á máli Ameríkana kallast þetta hnattræn hernaðaráætlun — global stra- tcgy. En enn sem fyrr sannast hið fom- kveðna: kóngur vill sigla, en hyr hlýtur ráða. Þeirri kynslóð, sem lifað hefur þennan áratug kalda stríðsins, mun ekki blandast hugur um það, að þessi tegund hernaðar liefur eitrað allt andrúmsloft heimsins á þessum árum. Purkunarlaus bandarískur áróður hefur fyllt sálir manna níði og hatri á þjóðum, scm hafa dirfzt að gera sér aðr- ar hugmyndir um tilgang mjólkurfram- leiðslu en ríkjandi em í Ameríku. Amerísk- ir stjórnmálamenn og hershöfðingjar hafa á þessum árum talað um það opinberlega eins og sjálfsagðan hlut, hvernig sprengja megi í loft upp tilgreindar höfuðborgir og iðjuver, hvemig eyða megi öllum jurta- gróðri í tilteknum löndum, hve sýklahem- aður og eiturgashernaður sé ólíkt hag- kvæmari en sprengjuhernaður, já, alveg sér- staklega ódýr! Þegar maður les orð þessara manna, þá er það því líkast sem maður væri horfinn til hirðar Assúmísírpals Ass- ýríukonungs, eða Attílu Húnakonungs eða Djengis Khans Mongólahöfðingja og hlýddi á borðræður þeirra. En brátt minnist mað- ur þess, að þetta eru sannkristnir menn, mikils metnir í sínum söfnuði, stíga jafn- vel í stólinn á sunnudögum og leggja út af Orðinu. Blöð og útvarp flytja þennan áróð- ur níðs og haturs til yztu endimarka jarð- arinnar, unz siðferðismeðvitund manna er orðin svo sljó, að þeim blöskrar ekki, þegar lokaskrefið er tekið frá orðum til athafna. Þess má geta, að það tók nokkurn tíma að æra fólk svo, að það legði trúnað á blekkingarnar. I Bandaríkjunum hafði á stríðsárunum vaknað svo mikil samúð með Ráðstjórnarþjóðunum og baráttu þeirra, að það þurfti töluverða áreynslu af hálfu bandarískra stjórnarvalda til þess að snúa þeirri samúð í óvild. Einn af frægustu blaðamönnum Ameríku, Sulzhergcr, sagði í New York Times, 21. marz 1946, að Bandaríkjastjórn hafi orðið að hefja sér- staka áróðursherferð til þess að þjóðin gæti skilið veðrabreytinguna. Þessari áróðurs- herferð hefur ekki linnt allt til þessa dags. Þegar Bandaríkin hófu kalda stríðið á haustmánuðum ársins 1945 virtist þeim það léttur leikur að sveigja Ráðstjórnar- ríkin undir valdboð sitt. Ein allra ríkja gátu Bandaríkin framleitt kjarnorku- sprengju, ein allra ríkja höfðu ]iau ógrynni inatvæla og iðnaðartækja. Þessum vopnum báðum beittu Bandaríkin til hins ýtrasta. I reynd kom þeim hvorugt þessara vopna að haldi. Með ofurmannlegu átaki vísinda- manna, verkalýðs og bænda tókst Ráð- stjórnarríkjunum að leysa ráðgátu kjarn- orkunnar og byggja af eigin ramleik upp rústir sínar, græða hin voðalegu sár styrj- aldarinnar. Enn einu sinni hefndi það sín í sögunni, er voldugt stórveldi fyllist slíkum heimskuhroka, að hann blindar augu þess fyrir staðreyndunum. Sendiherra Banda- ríkjanna, Bedell Smith hershöfðingi, skrif- aði 24. sept. 1948 Forrestal hermálaráð- herra, að „Rússar væru þess gersamlega ó- megnugir vegna vanmáttar iðnaðar síns að framleiða núna kjarnorkusprengjuna, og það munu líða 5 eða jafnvel 10 ár áður en þeir geta búizt við að framleið'a kjarnorku- 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.