Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 114
Umsagnir um bækur
Brynjóljur Bjarnason:
Forn og ný vandamól
Heimskringla 1954.
Sú skoffun er algeng, að heimspeki sé það
bókvit, sem sízt eigi erindi til almennings,
viðfangsefni hennar liggi órafjarri viðfangs-
efnum daglegs lífs og séu frá sjónarmiði
starfandi og stríðandi manns allt að því hé-
gómleg. Astundun heimspeki sé aðeins fyr-
ir þá, sem standa fjarri daglegum önnum,
þá, sem komnir eru á liinn heimspekilega
aldur ellinnar og seztir í helgan stein.
Bók sú, sem hér er til umræðu, mætti
verða til leiðréttingar þessum hugmyndum.
Hún er rituð af manni, sem stendur í
fremstu víglínu harðrar stjórnmálabaráttu,
og samning hennar er ekki nein dægradvöl
óskyld hinum daglegu viðfangsefnum, held-
ur er hún einmitt til orðin fyrir knýjandi
þörf í sambandi við lausn hagnýtra vanda-
mála.
Rit Brynjólfs Bjarnasonar, Forn og ný
vandamál, fjallar um nokkur grundvallar-
vandamál heimspekinnar, sem verið hafa
viðfangsefni hennar frá upphafi og ögra enn
til nýrrar rannsóknar og íhugunar. Ný þekk-
ing eða ný þjóðfélagsleg viðhorf hafa jafn-
an haft í för með sér nýja rannsókn og íhug-
un á þessum vandamálum. Þannig tóku höf-
undar marxismans, Marx, Engels og Lenín,
afstöðu til þeirra á sínum tíma og rituffu
ítarlega um þau. Síffan hefur marxistísk
heimspeki litlu þar við bætt. Þó lítur út fyr-
ir nú upp á siðkastið, að athyglin sé aftur
að beinast að þessuin grundvallarvandamál-
um.
I bók Brynjólfs eru sjö ritgcrðir og fjalla
tvær þær fyrstu um þekkingarfræðileg efni.
Sú fyrri heitir Díalektík og formrökfræffi.
Enda þótt Marx og Engels, og þó einkum
Engels, hafi í grundvallaratriðum markaff
skýra afstöðu til formrökfræðinnar á þá
lund, að hún haldi áfram að vera í gildi inn-
an sinna takmarka við hlið díalektíkinni,
hinni fullkomnari rökfræði, þá hefur marx-
istum löngum hætt til að vanmeta gildi
hennar og telja jafnvel, að díalektíkin ætti
alveg aff taka við af henni. En jafnvel þó aff
menn viðurkenni hagnýtt gildi formrökfræff-
innar, er ekki þar með sagt, að allt liggi
ljóst fyrir varðandi beitingu hennar. Til þess
að geta beitt henni rétt, er nauðsynlegt að
skilja eðli hennar, hæfni og takmarkanir og
hlutverk hennar við hliðina á díalektíkinni.
Höfundur tekur sér fyrir hendur í ritgerð
sinni að rannsaka þetta efni. Sérstaka at-
liygli vckur þar rannsókn hans á frutnhæfi-
ingum Aristótelesar. Jafnan hcfur verið lit-
ið svo á, að hinar þrjár frumhæfingar væru
algerlega sjálfstæðar og óliáðar hver ann-
arri. Hefur af því leitt margvíslega stirðn-
un og stöðnun í meðferð hugtaka og óraun-
ha’fa, frumspekilega túlkun bæffi á formrök-
fræffinni sjálfri og viðfangsefnum hennar.
104