Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 117
UMSAGNIU UM BÆKUR
„Innsýnin í lögmál veruleikans er ekki
innsýn áhorfanda, sem er utan við atburða-
rásina, heldur er innsýnin þáttur í sjálfri at-
burðarásinni. Ef þekking vor á lögmálum
gerir oss fært að segja fyrir um óorðna hluti,
þá breytist atburðarásin, vér breytum henni.
Að svo miklu leyti sem atburðarásin getur
verið á valdi mínu, er þekking á framtíð-
inni ekki aðeins vitneskja um það, sem ger-
ast mun, lieldur vald á því, hvað gerast
muni. Atburður verður að athöfn. Vitn-
eskja, vilji og atburðarás verða óaðskiljan-
leg eining. Viljinn verður lögmál og lögmál-
ið vilji. Ifér verður aðeins um tvö horf að
ræða, liorf gerandans annarsvegar og horf
þolandans eða áhorfandans hinsvegar. At-
burðarásin verður vituð og viljuð. Vilja-
frelsi og lögmál eru ekki mótsögn, þannig
að hvort útiloki annað, heldur eining."
Brynjólfur Bjarnason lýkur bók sinni með
ritgerð, er hann nefnir Gott og illt. Eru það
hugleiðingar um siðferðismælikvarða, upp-
runa þeirra og eðli, afstæði þeirra og þó al-
gilda þýðingu. Ekki er hvað sízt þörf á, að
fjallað sé af skýrleik og yfirsýn um þetta
efni, eins og gert er í þessari ritgerð, svo
mikill glundroði sem nú er ríkjandi í hug-
myndum manna um siðgæði, bæði varðandi
breytni einstaklinga, stétta og þjóða.
Forn og ný vandamál er ekki stór bók að
blaðsíðutali, tæplega 130 síður, en efni
hennar er samanþjappað og framsetningin
öll hnitmiðuð. Bókin er árangur langrar og
vandlegrar íhugunar, enda hefur höfundur
hvarvetna örugg tök á viðfangsefnunt sínum
og fjallar um þau af rökvísi og skarpleik.
Mál höfundar er blátt áfram og laust við
að vera tyrfið, það er nákvæmt og höfundi
furðu auðsveipt, þegar þess er gætt, að til-
tölulega lítið hefur verið ritað um heim-
speki á íslenzku.
Ytri frágangur bókarinnar er vandaður og
prentvillur mjög fáar. Þó er nauðsynlegt að
leiðrétta eina slæma prentvillu. Á 95. bls.,
3. línu, hefur fallið niður orðið ekki á und-
an orðunum „átt sér stað“. Leiðrétt verður
því setningin þannig: „En þegar á að fara
að sýna fram á röknauðsyn þess, að sköpun
af engu geti ekki átt sér stað, gengur allt
lakar.“ — Þá hefur og fallið niður úr efnis-
yfirliti heiti 5. ritgerðarinnar, Efni — líf
-— andi.
Forn og ný vandamál er óvenjuleg bók,
sem verðskuldar athygli.
Gísli Asmundsson.
Einar Bragi:
GestaboS um nótt
Gestabobið sitja: Smávinir fagrir, fiðrildi,
konungslilja, gamalt tré, kisa, hestar, ástin
og vorið, og fleira. Þar er hverjum og einum
deilt fyllar, jafnvel ort um alla, stuðlasetn-
ing hnitmiðuð. Búast má við að góðskáldin
vildu sitja þetta gestaboð og skemmla sér
við að kveðast á við „atómskáldið“.
Jónas Ilallgrímsson fer með kvæði sitt:
Hafaldan háa!
hvað viltu mér?
berðu bátinn smáa
á brjósti þér,
meðan út á má’a
miðið ég fer.
Einar Bragi svarar:
Báran vaggandi
báti smáum
bifast af þrá
að stíga á land:
mávinn þaggandi
munni bláum
minnist við gráan
fjörusand.
Einar Bragi yrkir bæði rímuð og sluðluð
ljóð, órímuð ljóð og prósaljóð og aðskilur
107