Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 119
UMSAGNIR UM DÆKUR urnar, Járnsíðu og Jónsbók, auk fjölda rita og rilgerða um lögfræði. Ilann hefur gefið út lagasöfn fom og ný, en ég sakna þess mjög, að hann hefur ekki lokið útgáfu Búa- laga, sem Sögufélagið stóð að. A Norður- landamálum, þýzku og ensku liggja eftir hann fjöldi greina um íslenzka sögu, bæði réttarsögu og almenna sögu, t. d. í safnrit- inu Nordisk Kultur. Ólafi er gjamara að rýna í þjóðfélagsað- stæður og draga ályktanir af hagþróun en liugsæi; hann bendir fyrstur manna á það, að svonefnd friðaröld íslenzkrar sögu (1030—1130) beri nafn sitt af því, að þá hafi efnahagslegt jafnvægi ríkt í landinu; stórbúskapur landnámsaldar hafi dregizt saman við skiptingu jarða, en flestir bænd- ur þó búið á eignarjörðum. „Þjóðfélag bjargálna miðlungsbænda er friðsamt og fábreytilegt,“ segir hann. Áður höfðu menn bollalagt um, að lögtaka kristninnar hafi smám saman siðbætt fólkið, og því ber alls ekki að neita, þótt hins sé að minnast, að íslendingar voru einnig kristnir á Sturl- ungaöld. Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni rekizt á órökstudda fullyrð- ingu í ritum Ólafs Lárussonar. ÖIl fram- setning er lipur og mjög skýr. Hann er orðsins íþróttamaður, ef svo ber undir, en hann er svo hispurslaus, að stílkenjar og háfleygt blaður freistar hans ekki. Ólafur er einn af öðlingum meðal ís- lenzkra vísindamanna, og starf hans veldur því m. a., að Háskóli Islands nýtur tals- verðrar virðingar hjá sams konar stofnun- um erlendis. Nútíminn krefst sérfræðinga; menn ein- skorðast á mjög takmörkuðum sviðum tækni og vísinda. Það verður æ fágætara að húmanísk fræði seiði hugi fræðimanna í óskyldum greinum, og e. t. v. eigum við aldrei eftir að eignast jafnfjölhæfan vís- indamann og Ólaf Lárusson. Ritið, sem lögfræðingarnir senda honum sjötugum er girnilegt til fróðleiks, eins og ritgerðasöfn viðtakanda. Af því sést, að andi meistarans svífur yfir vötnunum og ís- lenzkir lögfræðingar eru ekki einungis júr- istar. Greinarnar fjalla um þau höfuðefni, sem Ólafur hefur fengizt við um dagana. Um lögfræði og réttarsögu fjallar Ármann Snœvarr: tslenzkar réttarreglur um tvenna hjúskapartálma, Bcnedikt Sigurjónsson: Um skaðabótarétt manna vegna loftslysa, Bjarni Benediktsson: Bráðabirgðalög og aí- staða alþingis til útgáfu þeirra, Einar Arn- órsson: Lög rómversk-kaþólsku kirkjunnar um hjónaskilnað. Hjónaskilnaður á tslandi eftir landslögum í fomöld, Hjálmar Vil- hjálmsson: Manntalsþing, Ólajur Jóhannes- son: Vanhæfi stjórnvalds til meðferðar ein- staks máls og Theodór B. Líndal: Almennar hugleiðingar um persónulegan nafnrétt samkvæmt íslenzkum lögum. Sá, sem þetta ritar, er fákunnandi í lögfræði, en vill tjá höfundum greina þessara þakkir sínur fyrir staðgóðan fróðleik um almenn efni. Um sagnfræði og byggðarsögu fjallar Björn Þórðarson: Réttur konungs til fálka- tekju íslands, Þórður Eyjóljsson: Þrír dóm- ar eignaðir Ara lögmanni Jónssyni og Þor- steinn Þorsteinsson: Langavatnsdalur og byggðin þar. Bjöm rekur helztu þætti þess kafla íslenzkrar verzlunarsögu, sem fjallar um útflutning fálka, og hvernig konungs- valdið sölsar undir sig fálkatekjumar að lokum. Þórður kemst að þeirri niðurstöðu, að tveir dómar, eignaðir Ara Jónssyni, séu falsbréf, en Þorsteinn leiðir gild rök að því, að byggðin í Langavatnsdal hafi lagzt að mestu niður á fyrstu öld íslands byggðar. Einar Bjarnason kryfur mannfræðilegt vandamál til mergjar í ritgerðinni: Skil- greining á Jónunum tveimur, sonum Finn- boga gamla í Ási í Kelduhverfi. FriSjón SkarphéSinsson á hér grein um Svein Sölvason og lögfræðirit hans. Þar rek- ur hann upphaf prentunar lögfræðirita á ís- 109
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.