Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 109

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 109
UMSAGNIR UM BÆKUR leikritin „Júlíus Sesar“, „Ofviðrið" og „Hinrik fjórði“, fyrra leikritið, en skáldið skrifaði tvö leikrit um þenncn kr-nung. Leikritum Shakespeares er venjulega skipt í þrjá flokka eftir efni: harmleiki (tragedies), gleðileiki (comedies) og leik- rit sögulegs efnis (histories). í þessu bindi er eitt leikrit úr hverjum þessara flokka. Harmleikurinn ,Júlíus Sesar", gleðileikur- inn „Ofviðrið" og söguleikritið „Hinrik fjórði“. Leikritin um Hinrik fjórða er talið að hann hafi skrifað á árunum 1597—98, en ,Júlíus Sesar“ árið eftir. Heimildir Shake- speares að ,Júlíusi Sesar“ telja fróðir menn að hann hafi sótt í æviágrip Júlíusar Ses- ars, Markúsar Brútusar og Markúsar Ant- ons í ritinu „Ævisögur göfugra Grikkja og Rómverja bornar saman“ eftir Plútark hinn gríska (d. 120 e. Kr.), en rit þetta þýddi Sir Tómas North úr frönsku á ensku og kom þýðingin út árið 1579. Þrátt fyrir nafnið fjallar leikrit þetta ekki nema að litlu leyti um Sesar og sýnir þetta dáða mikilmenni engan veginn í neinu hetjuljósi. Er óhætt að segja, að þeir kaflar, er um hann fjalla, séu fremur til þess gerð- ir að sýna og undirstrika galla hans en kosti. Hin raunverulega söguhetja leikrits- ins er ekki Sesar heldur einmitt einn af höf- uðpaurunum í samsærinu gegn honum, einn af morðingjum hans, Markús Brútus, sem átti Sesari gott eitt upp að inna, enda var hann velgerðamaður hans. Ver höfund- ur níðingsverk Brútusar með því að hann hafi haft í huga heill rómverska Iýðveldis- ins, hann hafi óttast að metnaður Sesars, sem þrisvar var boðin konungskrúna, (sem hann þó hafnaði jafnmörgum sinnum!), yrði hollustu hans við lýðveldið yfirsterkari að lokum. En hvort sem við erum nú Shakespeare sammála um þetta eða ekki, þá fer ekki hjá því að hér er á ferð eitt af snilldarverkum skáldsins. Er víða mikil tign ýfir þessu verki, þar sem mannvit og mælska haldast í hendur. Nægir í því sambandi að nefna hina frægu ræðu Antons* yfir líki Sesars, sem hefst á þessum orðum: „Friends, Romans, countrymen, lend me your ears;“ í þýðingu Helga: „Rómverjar, vinir, landar, ljáið eyru!“ Er skemmst frá því að segja, að með þýð- ingu þessari hefur Helgi Hálfdanarson unn- ið afburðaverk. Er þessi snilldarþýðing bezta verk hans hingað til, og ér þá mikið sagt. Það er ekkert áhlaupaverk að snara á íslenzku verkum höfundar, sem býr yfir annarri eins feikna orðkynngi og meistari Shakespeare. Þessi þýðing ber méð sér af- armikið vald á íslenzku máli, hárfínan smekk og tvímælalausa skáldgáfú. „Ofviðrið" nefnist á ensku „The Tem- pest“ og hafa menn árangurslaust leitað að frumsögn þeirri, er leikritið gæti verið byggt á. Telur þýðandi í athugasemdum sínum skipbrotið í leikritinu um margt minna á samtíma hrakningasögu vestur um haf eftir Silvester Jourdan þar sem enskt skip strandaði við Bermúdaeyjar og mann- björg varð fyrir einstaka tilviljun. Þá nefnir hann og frásögn af ferðum Anthonys Sherleys til Persíu og Rússlands, en þar er m. a. sagt frá sælu-eyju Prosperós í lýsing- um landkosta. Þá má telja bókina „Hugan- ir Montaignes", en þangað er sótt lýsing Gonzalós á fyrirmyndar-þjóðfélagL f lýsing- unni í síðustu kapítulum postulasögunnar þar sem sagt er frá sjóferð Páls til ftalíu telur hann einnig Odysseifskviðu Hómers, en þaðan kann Shakespeare einnig að hafa fengið ýmsar hugmyndir. * Eiginl. latneska nafnið Antonius, sem Shakespeare gefur ensku myndina Anthony, en Helgi notar þessa íslenzku mynd nafns- ins. 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.