Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 4
RITSTJORNARGREIN sér í bráð, bjarga efnahagskerfi sínu jrá þeirri ógnarhœttu sem vofir yfir því ef það jœr ekki nýja innspýtingu, öflugri en nokkru sinni jyrr. Þessi hlið máls- ins liggur alveg í augum uppi: erlend fjárfesting á að fylla upp í eyður her- námsvœndisins, sem hefur reynzt gefa allt oj stopular tekjur. En nú œtla ís- lenzkir kapítalistar ekki aðeins að sjá tilveru sinni borgið í bráð heldur einnig í lengd. Þeir eru búnir að sjá að allt getur brugðizt sem þeir hafa treyst á til þessa. „Vestrœnt frelsi“ getur brugðizt skyldum sínum við yfirstéttina á Is- landi, misst áhugann á peðum sínum vegna einhverrar ófyrirsjáanlegrar stöðu- breytingar í heimstaflinu. En erlendur kapítalismi sem hefur „beinna hags- muna að gœta“ í einhverju landi bregst ekki meðhjálpurum sínum. Buddunnar lífœð í brjóstinu slœr. Eignarrétturinn vœri mun öruggari trygging en eintóm- ar liugsjónir jyrir því að sverð auðvaldsfrelsisins vœri dregið úr slíðrum hve- nær sem róttœk skipulagsbreyting stojnaði völdum himmr íslenzku borgara- stéttar í hœttu. Hinar veslrœnu frelsishugsjónir þarfnast stuðnings gróðahug- sjóna: það er lögmál sem á hverju ári, e) ekki hverjum degi, er sannað á ný. Erlend fjárjesting á íslandi, — aðalinntak hennar samkvœmt útreikningi ís- lenzkra kapítalista er: trygging áframhaldandi valds þeirra. Og þó að varla geti farið jramhjá þeim að fullkomnun sambands þeirra við erlendan kapítal- isma muni án efa hvessa andstœðurnar í þjóðfélaginu ennþá að miklum mun, þá láta þeir sér það í léttu rúmi liggja, því þeir vita að þeir spila hátt spil og treysta á það aukna vald (beint vald og mútuvald) sem innflutningur erlends „áhœttufjármagns“ mundi skapa þeim. En nú er það föst regla að f jármagnseigendur krefjast ekki aðeins ákveð- inna fjárhagslegra skilyrða af þeim löndum þangað sem þeir flytja út fé sitt, heldur verða þar einnig að ríkja ákveðnar pólitiskar aðstœður. Áður en þeir samþykkja að hœtta fé sínu til annarra landa ganga þeir úr skugga um að þau séu nokkurnveginn „pólitiskt örugg“. Það þýðir einkum og sér í lagi að þar má ekki vera hœtta á róttœkum þjóðfélagsbreytingum. En þar sem hreyfill slíkra þjóðfélagsbreytinga er vanalega rótlæk og áhrifamikil verklýðsstétt, þá er auðskilið að þeir gá fyrst að því hvort leiðtogar verkamanna hafi „ábyrgð- artilfinningu“, þ. e. a. s. séu fúsir til samstarfs við atvinnurekendur, eða hvort ríkisvaldið beri með einhverju öðru móti œgishjálm yfir verklýðsstéttinni. Ens og nú er ástatt eru þessar aðstœður ekki fyrir hendi á fslandi, og það er því borgarastéttinni höjuðnauðsyn að skapa þœr, ef bjargráð hennar eiga ekki að fara út um þúfur. Þetta er sennilegasta skýringin á því ofurkappi sem atvinnurekendur beittu til að fá viðurkenndan þó í litlu vœri „rétt“ sinn til að hafa eftirlit með félags- 162

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.