Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hauk í horni“ þar sem Bretar væru, ef hún „héldi úppi lögum og reglu og hefði hemil á skrílnum“. Bandaríkin létu svipuð skilaboð berast til væntan- legra „vina“ innan Kuomintangs. Annað skrefið var að beita ógnun- um. Notað var sem átylla að bylting- arherinn hafði fellt og sært nokkra er- lenda borgara þegar hann tók Nan- king; hinn 24. marz 1927 létu brezk og bandarísk herskip sprengikúlum rigna yfir Nanking-borg, og þessum aðgerðum fylgdu bandarísk-brezk- fransk-ítalskir úrslitakostir. Hvort- tveggja var liður í þeirri viðleitni að knýja Sjang Kæ-sjek og hægri arm Kuomintangs til að hraða ákvörðun sinni — um að fylkja sér með eða móti heimsvaldasinnum. Austen Chamberlain, sem þá var forsætisráð- herra Breta, stærði sig raunar af því í neðri deild brezka þingsins, að til- gangurinn hafi verið að „styrkja að- stöðu íhaldsmanna gegn hinum rót- tæku öflum“. Um svipað leyti var sjálf Sjanghæ- borg hrifin úr greipum hershöfð- ingjaklíkunnar sem þar hafði farið með völd, — ekki af hermönnum Sjang Kæ-sjeks, heldur fyrir hetju- lega baráttu verkamanna í borginni sjálfri undir forystu Sjá En-læs, nú- verandi forsætisráðherra Kína. Átök- in hófust 21. marz með allsherjar- verkfalli sem 800 þúsund verkamenn tóku þátt í. Eftir tveggja daga bar- daga varð hershöfðingjaklíkan að hrökklast frá völdum. Auðmannastéttir borgarinnar sendu Sjang Kæ-sjek leynileg skilaboð, báðu hann að koma sem fyrst og berja niður fjöldahreyfinguna, og hétu honum stórfelldum fjárhags- stuðningi og vinsamlegu hlutleysi brezk-bandarísku herdeildanna ef hann yrði við tilmælunum. Með sam- þykki Stirlings Fessendens, forseta brezk-bandarísku „Alþjóðastofnunar- innar“, og yfirvalda franska borgara- hverfisins, voru óaldarflokki ópíum- smyglarans Tu Jueh-sen fengnir í hendur 5 þúsund erlendir rifflar og annar herbúnaður. Endaþótt sérrétt- indasamningar auðvaldsríkjanna við Kína legðu bann við því að vopnaðir Kínverjar færu um borgarhluta út- lendinganna, var þessum óaldarlýð ekki einungis hleypt þar um heldur og lánuð nauðsynleg farartæki. (John B. Powell: My twenty-five years in China, New York 1943). Þannig varð komizt aftan að verkamönnum. 12. apríl 1927 hóf Sjang Kæ-sjek hinn svívirðilega feril sinn sem hand- bendi og leppur samvizkulausra böðla þjóðar sinnar. Svik hans eru þeim mun viðbjóðslegri sem eðli og til- gangur nýlenduveldanna hafði orðið augljósari af atburðum síðustu mán- aða. Þennan dag, fyrir tæpum þrjátiu og fjórum árum, sendi hann liðssveit- ir sínar gegn verkamönnum og myrti þúsundir þeirra. Samkvæmt leyni- 166

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.