Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 10
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stæði þjóðarinnar sviku þeir og hófu samvinnu við heimsvaldasinna. Boð- skap hans um að bera hag bænda og verkamanna fyrir brjósti sviku þeir og hófu í þess stað að myrða verka- menn og bændur. Þeirri stefnu hans, að hafa samvinnu við kommúnista, var snúið við og hafin gjöreyðingar- herferð á hendur þeim og samtök þeirra bönnuð að viðlagðri dauða- refsingu. Þeirri stefnu hans, að gera bandalag við Sovétríkin, var snúið upp í hatursfulla úlfúð í garð Sovét- ríkjanna. Meðal leiðtoga Kuomin- tangs var það aðeins ekkja Sun Jat- sens, Soong Sjing Ling og fáeinir aðr- ir sem hvergi hvikuðu frá hugsjónum Sun Jat-sens, enda urðu þau að flýja land. Sjang Kæ-sjek, sem nú hafði fengið öll völdin í hendur, varð sannur arf- taki keisarastjórnarinnar, Juan Shi- Kæs og hershöfðingjanna. Hann varð bandamaður og leppur heimsvalda- sinna og kínverskra auðstétta í borg og sveit. Borgarastéttin fékk ekki þau pólitísku hlunnindi sem hún hafði gert sér vonir um. Hún varð sama hornrekan og á tímum keisarastjórn- arinnar. Og alþýða manna var beitt meiri kúgun en nokkru sinni fyrr. Styrjöldin við Jopan Ósigri byltingarinnar 1925—27 fylgdi Sjang Kæ-sjek eftir með hrylli- legum fjöldamorðum. Á aðeins tveggja ára tímabili, 1927—29, lét hann myrða um 450 þúsund komm- únista, verkamenn, bændur, stúdenta og menntamenn; og á áratugnum 1927—36 losaði tala fórnardýranna milljónina, að frátöldum þeim sem féllu í bardögum við hermenn hans. Hinsvegar urðu byltingaröflin ekki sigruð. Og brátt fylktu þau liði að nýju undir forystu kommúnista. „Kommúnistar höfðu ekki látið hugfallast, látið bugast, látið tortíma sér,“ eins og Mao Tse-tung komst að orði löngu síðar. „Þeir risu upp aftur, þurrkuðu af sér blóðið, grófu fallna félaga sína, og héldu áfram að berj- ast.“ 1. ágúst 1927 er talinn stofndagur Kínverska Rauða-bersins, því þann dag fylktu Sjá En-læ, Sjú Teh og fleiri leiðtogar kommúnista 30 þúsund manna liði gegn andbyltingarhernum í Kiangsi-fylki. Nokkrum mánuðum síðar höfðu byltingarmenn sett þar upp bækistöðvar sínar. Innan tveggja ára höfðu þeir 19 slíkar bækistöðvar í austur-, mið-, suður-, vestur- og norðvestur-hluta Kína. Miðstjóm verkamanna og bænda starfaði í Jui- sjin í Kiangsi-fylki. Upp frá því var byltingarstjórn ævinlega við völd í einhverjum hluta Kína, — fram á þann dag er Kínverska alþýðulýðveld- ið var formlega stofnað. En það verður of langt mál að rekja sögu borgarastyrjaldarinnar í Kína lið fyrir lið. Þess má aðeins geta, að á árunum 1930—34 sendi 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.