Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ir Bandaríkjamenn, að viðleitni þeirra við að hlaða undir einræðið skuli einmitt hafa orðið til þess að gera deginum ljósari þá staðreynd, að alþýðustjórnin, sem nú situr í Peking, er kjörin til valda aí öllum þorra þjóðarinnar; ekki með atkvæðaseðl- um úr pappír (sem hægt er að falsa), heldur miklu trúverðugra efni (sem aldrei verður falsað): blóði, svita og erfiði hundruðmilljóna örsnauðra bænda og verkamanna í langvinnri baráttu. í þeim skilningi er Peking- stjórnin einhver ótvíræðasta lýð- ræðisstjórn sem nú er við völd. Ára- löng barátta alþýðuherjanna við Jap- ana, við Kuomintang-stjórnina og bandaríska herveldið að baki hennar, var eitt óslitið jáyrði við leiðsögn kommúnista; og þá um leið neikvæði við Sjang Kæ-sjek og það „vestræna lýðræði“ sem Bandaríkjamenn segja hann fulltrúa fyrir. Borgarastyrjöld- in, frá innrás Japana og til þess dags er Sjang Kæ-sjek hrökklaðist burt úr Kína, var í rauninni linnulaus þjóðar- atkvæðagreiðsla um það, hvor ætti að fara með völd, kommúnistar eða Kuo- mintang. Lítum á hvernig atkvæði féllu í einstökum landshlutum tvö síð- ustu ár borgarastyrjaldarinnar. í júlí 1947 fór alþýðuherinn yfir Gulaflj ótið og sótti suður Kína. I sept.—nóv. 1948 náði alþýðuher- inn öllu Norðaustur-Kína á vald sitt og felldi eða tók til fanga 472 þúsund Kuomintang-hermenn. Bandarískir hernaðarráðunautar tilkynntu Sjang Kæ-sjek með miklu írafári, að við Sjinká hefðu deildir úr 93. herfylk- inu, sem átti að verja borgina, snúizt á sveif með kommúnistum; einnig annarsstaðar hefðu „bandarísk-þjálf- aðar og -vopnaðar herdeildir gerzt liðhlaupar“, og á Mukden-vígstöðv- unum hefði svo til allur stjórnarher- inn gefizt upp mótspyrnulaust (U. S. relations s. 320—21). Þannig greiddu hermenn Sjang Kæ-sjeks einnig „at- kvæði“ gegn stjórn hans. í orrustunni við Hvæ-Hæ í Shan- tung-fylki skömmu síðar (nóv. 1948 — jan. 1949) bar alþýðuherinn sig- urorð af 550 þúsund manna liði Kuo- mintangs. Barr hershöfðingi, yfir- maður Bandarísku hernaðarhjálpar- innar fann sig knúinn að tilkynna yfirboðurum sínum um „liðhlaup tveggja stjórnarherdeilda til komm- únista og grun um drottinsvik þriggja annarra“ (U. S. relations). í janúar 1949 var hafnarborgin Tientsin í Norður-Kína tekin eftir harða bardaga, og setuliðið í Peking umkringt. Erlendir sjónarvottar að báðum þessum hernaðarsigrum sögðu frá því, að alþýðuherinn hefði verið búinn bandarískum vopnum af nýj- ustu gerð, sömu tegundar og upphaf- lega höfðu verið send Kuomintang- stjóminni. Þannig snerust vopnin í höndum Bandaríkjanna og beindust að þeim sjálfum. f janúarmánuði ein- um saman 1949 missti Kuomintang 178
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.