Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 27
DÓMSMÁLARÁÐHERRANN SEFUR SKELEGCUR, gengur til vinstri: — Klukkan var að slá. jónmundur: — Hann ætti að vera kominn. skeleggur: — Hann lætur okkur bíða, sá arni. Þögn. Þeir súpa á glösunum. jónmundur: — Þú aflæstir útidyrunum? SKELEGGUR: — Já, það gerði ég. JÓnmundur: — Og þú lézt þvottahúsgluggann aftur. skeleggur: — Batt hann. Með snæri. jónmundur: — Og þú tókst dyrabjölluna úr sambandi? skeleggur: — Svo sannarlega? Hann snýr sér vitt. JÓNMUNDUR, horfir jram: — Hvern skyldi þá undra að hann skuli hafa tafizt? Þögn. Jaspis vélritar einn staj. JÓNMUNDUR, gengur til vinstri, að barborðinu: — Þetta er nokkuð óvenjuleg málsmeðferð, er það ekki? Að gera boð eftir manninum og loka hann síð- an úti. skeleggur: — Maðurinn er lika óvenjulegur. Hann gengur til hœgri. Hefurðu heyrt síðasta ljóðið hans? ef ljóð skyldi kalla! jónmundur: — Er það um grásleppuna? skeleggur : — Það er um kúna, og trúna. jónmundur: — Þá hef ég ekki heyrt það. SKELEGGUR, horfir fram: — En þið? Hafið þið heyrt það? Þögn. Hann horfir upp í loftið. Bíðum við. Hvernig er það annars? Ég mundi það í morgun. Við Jaspis. Hefur þú heyrt það? jaspis, lítur upp: — ? skeleggur, við Jaspis: — Síðasta ljóðið hans Loka? JÓNMUNDUR, við Jaspis: — Það allra síðasta! skeleggur:: — Um kúna, og trúna? jaspis: — Hver er Loki? jónmundur, við Skelegg: — He, he, he. SKELEGGUR, horfir fram: — En þið? Hefur ekkert ykkar heyrt það? Þögn. Æ, hver skrambinn! Hann horfir upp í loftið. Bíðum við. Hvernig er það aftur? Ég mundi það í morgun. Þögn. Jaspis vélritar nokkra staji. JÓNMUNDUR, við Jaspis: — Varaðu þig á hortittunum, elskan mín. SKELEGGUR: — Þarna hef ég það! Hann gengur til vinstri. í heitri nýmjólk afturhyrndra kúa / þakka ég þér Jesús fyrir mig. 185

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.