Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 29
DÓMSMÁLARÁÐHERRANN SEFUR SKELEGGUR: — Hann syngur þar þessar ... þessar vísur. Vissirðu ekki að hann leikur á gítar? JÓNMUNDUR: — Jú, jú .. . En þó hann syngi einu sinni í viku! SKELEGGUR: — Hann syngur tvisvar í viku. JÓNMUNDUR: — Það breytir engu. skeleggur: — Allt breytir einhverju. Þögn. SKELEGGUR: — Hann reykir iðulega vindla. Og hann drekkur brennivín. JÓnmundur: — Mér er sama. Jafnvel þó hann syngi þrisvar í viku ... Hvaða vinna er það fyrir fullfrískan mann! Jónmundur drepur í vindlinum. jónmundur. — Það er þá augljóst að málið verður ekki útkljáð fyrirfram. skeleggur: — Afbrotið er á huldu! jónmundur: — Við getum með engu móti vitað, eins og algengast er, hver niðurstaðan verður. skeleggur: — Forsendurnar vantar! JÓNMUNDUR: — Óvenjulegur maður! Óvenjuleg málsmeðferð! SKELEGGUR: — Þetta er realpólitík, kæri minn. Realpólitík. Ég legg fyrir hann snörur: það er góð og gömul aðferð til að komast að sekt manna! Þögn. JÓNMUNDUR: — Er það þá ætlun þín að hann komist ekki inn? SKELEGGUR: — Hvað mundir þú gera í hans sporum, hafandi fengið boð, en koma að lokuðu? JÓNMUNDUR: — Og dyrabjallan ómlaus. skeleggur: —Með öllu. JÓNMUNDUR: — Og þvottahúsglugginn reyrður aftur. skeleggur: — Þrælbundinn. jónmundur: — He, he, he. skeleggur: -— Ha, ha, ha. .TÓnmundur: -— Má ég fá mér aftur í glasið? Skeleggur gengur til hans, að barnum. SKELEGGUR: — Ja, ef hann er vitlaus ... jónmundur, hellir kokteil í hans glas: — Eftir framkomunni að dæma er hann ómótmælanlega vitlaus. SKELEGGUR: — Já, en hvað vitum við um innrætið? Hvað er það sem hann leynir, það sem hann yrkir? jónmundur, hellir kokteil í sitt glas: — Það er nefnilega það. 187

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.