Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR jaspis: — 50%. Og 50% lán. skeleggur, gengur lil Jaspisar, við Jónmund: — Þó sagan um gluggalófann væri ekki ýkja fyndin, þótti mér hún lærdómsrík, Mundi. Það var að henni dulrænn keimur. Hún gæti verið vísbending handanað. Öll erum við kölluð til einhvers, ekki satt? Allar sögur verða túlkaðar á marga vegu. Sögu Jasp- isar skil ég svo: það var verið að kalla Madömuna út. Ut í garð. Til blóm- anna og trjánna. Frá því ég var ungur efnilegur ræðumaður í Verzlunar- skólanum, hef ég einmitt talið að leiðin til þroska lægi út um gluggann. Hann klappar á öxl Jaspis. Við megum ekki vera of strangir við ungu menn- ina, Mundi. JASPIS, lítur upp: — Eg þarf líka að fá innflutningsleyfi. skeleggur, kippir að sér hendinni: — Heyrirðu það, Mundi. JÓNMUNDUR: — Eru þá vaskar fyrir augað? skeleggur, gengur framar: — Þið þessir sveitaruddar skiljið ekki sálir. jónmundur: — Við reiknum með jrví sem meira er: ahnannahag. skeleggur: — Margt smátt gerir eitt stórt. JÓNMUNDUR: — Hvað er duttlungur einnar konu, þó hún sé fríð, móts við . .. móts við almannahag? Ég kalla það sóun á gjaldeyri að flytja inn græna vaska. Okkur vantar stórvirk framleiðslutæki. Þegar ein beljan mígur ... skeleggur: — Fólkið er ekki þannig. jónmundur: — Tízkan er þannig. Þögn. SKELEGGUR: — Heimilisfriðurinn getur hæglega oltið á vöskunum. JÓNMUNDUR, snýr sér frá: — Þá er þeim betra að skilja. Þögn. skeleggur: — Taugarnar sem slitna við skilnaðinn gróa ekki. Þögn. JASPIS, ákajur, við Skelegg: — Þar sem aðeins hvítir vaskar teljast nauðsynja- vara, þarf ég að fá yfirlýst að mér sé brýn nauðsyn á grænum vöskum. Loki kemur inn um dyr fremst til hœgri. Hann er jrakkalaus, með trefil um hálsinn, og heldur á gítar. Skeleggur bregður við, og gengur hratt til Jónmundar. skeleggur, við Jónmund: — Hann hefur þá komizt inn. jónmundur: — Lipurð hefði getað nægt honum. skeleggur, gefur Loka auga: — Ef til vill... loki, hneigir sig: — Góðan daginn. jónmundur: — Lipurð og vilji... 192

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.