Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vísuorðið er gallað, elskan mín, og setztu nú. Jaspis sezt ekki. skeleggur, við Jónmund: — Hann er alveg dómgreindarlaus. jónmundur, við Jaspis: — Góður brýni ráða róm, fengi staðizt, elskan mín, en, með leyfi: hvar er hugsunin ? skeleggur, œjur: — Hvernig geturðu nefnt gaddaskó jafn blankaður og þú ert? jaspis, sezt: — Þarf skáldskapur að vera lógískur? LOKI, lyftir glasi, í hœgra horni: — Skál! skeleggur, lyjtir glasi, brosir við Loka: — Skál. JÓNMUNDUR, lyjtir glasi, brosir við Loka: — Skál. loki, bendir á Jaspis: — Herrann vantar glas. skeleggur: — Hann er í vínbindindi. loki: — Þá erum við kollegar: ég er í sígarettubindindi. jónmundur, við Loka, brosandi: — Hafið þér hugsað yður um? loki : — Það er tilgangslaust að hugsa. SKELEGGUR, við Jónmund: — Taktu eftir! hann segir það sé tilgangslaust að hugsa. Getur maður með heilbrigða skynsemi talað svona? jónmundur: — Hvers vegna stendur þá í honum? skeleggur, brosandi, við Loka: — Hvers vegna stendur í yður? loki: — Ég man ekki blaðsíðutalið. skeleggur: — Blaðsíðutalið! jÓnmundur: — Hvaða blaðsíðutal? skeleggur, við Jónmund: — 0, ég skil: hann er með tilvitnun. jónmundur: — Hvernig læt ég! Að sjálfsögðu. Þetta er nútímamaður. Við Loka. í hvaða sagnrit er tilvitnunin sótt? loki: — Takið þér gildar tilvitnanir án blaðsíðutals, frekar en Háskólinn? skeleggur: — Ef þér munið bókarheitið ... J ónmundur : — Kannski eigum við bókina ... loki: — Að þér eigið Auðmagnið! jónmundur: — Auðmagnið! Er tilvitnunin sótt í Auðmagnið? Það er ræn- ingjasaga. skeleggur, við Jónmund: — Núorðið les ég helzt ferðasögur. jónmundur, hátt, við Loka: — Ósvífið, í þessu húsi! skeleggur, við Jónmund: — Kontíkí. jónmundur, við Loka: — Yður er ekki viðbjargandi! skeleggur, við Jónmund: — Salamína. X 194

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.