Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 37
DÓMSMÁLARÁÐHERRANN SEFUR jónmundur, við Loka: — Ég vorkenni yður. SKELEGGUR, við Jónmund: — Maðurinn með stálhnefana. jónmundur, við Skelegg: — Skilurðu ekki? Hann ætlar að fara að predika Lundúnakenningar. skeleggur, við Loka: — Það er bara svona! loki, gengur fram vinstra megin: — Acerba fata Romanos agunt / Scelusque fraternae necis. jaspis, við Loka: — Þarf þá skáldskapur að vera lógískur? SKELEGGUR, við Jónmund: — Hvað var það sem hann sagði? loki, við Jaspis: — Fyrst þurfum við, kollega, að koma okkur saman um hvað er rök. jónmundur, við Skelegg: — Það var latína. jaspis, við Loka: — Hvað er rök? SKELEGGUR, við Jónmund: — Fór hann þá rétt með bókarheitið? loki, við Jaspis: — Reynslan segir manni, kollega, hvað rök er. JÓNMUNDUR, kerrtur, við Loka: — Lundúnakenningum hefur skeikað tvívegis í veraldlegum skilningi. Byltingin í Sovét, eins og í Kína, braut i bága við Lundúnakenningar. JASPIS, við Loka: — Ég hef próf í rökfræði. LOKI, við Jaspis: — Ef þú ert reynslumikill kemur það varla að sök. JÓNMUNDUR, kerrtur: — I andlegum skilningi eru Lundúnakenningar mark- lausar, því þær reikna ekki með andanum. Erant omnia itinera duo . . . JASPIS, við Loka: — Ég hef líka próf í mannþekkingu. SKELEGGUR, við Jónmund: — Hvað var það sem þú sagðir? LOKi: — Hafið þér próf í andardrætti eins og ég? JÓnmundur, létt: — Það var tilvitnun: Erant omnia ... SKELEGGUR, hneykslaður: — Latína, enn einu sinni! Hvers konar skrípaleikur er þetta? JÓnmundur: — Ég læt krók koma á móti bragði. SKELEGGUR: --Huh. jónmundur: — Þú fussar? SKELEGGUR: — Ég hef ferðazt frá Manhattaney til Kaliforníuflóa ... JÓnmundur: — Latína er gamalt alþjóðamál vor íslendinga. SKELEGGUR: — I dag hefur hún þokað fyrir enskunni. Jónmundur : — Það orkar tvímælis. SKELEGGUR: — Þú hefur aldrei samið um sildarsölu. 195

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.