Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
jónmundur: — Beðið...
skeleggur: — Godots?
jónmundur: — He, he, he.
skeleggur: — Ha, ha, ha.
loki: — Ég litaðist um í garðinum.
SKELEGGUR, uppveðraður-. — Já, er hann ekki blómlegur? Tókuð þér eftir
hálfmánabeðinu útvið hliðið? Við Jónmund. Lúpínur.
loki : — Ég sá tré.
skeleggur, við Lokct: — Alaskaösp? Sitkagreni?
loki : — Reynitréð.
skeleggur, gengur til vinstri: — Þvaður! Ég hef upprætt öll reynitrén. Sem
og birkið.
loki, hátt: — Reynitréð.
Hann gengur til hœgri. Jaspis vélritar nokkra stafi.
jónmundur, gengur til vinstri, við Skelegg: — Er þetta gagnárás?
skeleggur: — Þetta er móðgun.
ÞSgn.
jónmundur: — Móðgun?
skeleggur: —Já, móðgun. Úthugsuð.
Þögn.
jónmundur: — Þetta skil ég nú ekki.
skeleggur, reiður: — Sveitamenn taka móðganir við heimsmenn fyrir hrós.
jónmundur, við Skelegg: — Hægan, hægan.
loki: — Ég horfði upp eftir trénu. Króna þess nam við gluggana á fimmtu
hæð.
jónmundur, við Skelegg: — Hvað geymirðu uppá fimmtu hæð?
skeleggur: — Ibúðin hennar Iðunnar dóttur minnar er uppá fimmtu hæð.
jónmundur: — Oho.
skeleggur, við Jónmund: — Oho ?
jónmundur, við Skelegg: — Oho! Við Loka. Og svo?
loki: — Ég kleif upp tréð og steig inn um gluggann.
jónmundur, við Skelegg: — Heyrirðu?
Skeleggur horfir á Loka með opinn munn.
JÓnmundur, við Skelegg: — Skilurðu ekki?
Skeleggur horfir á Jónmund með opinn munn. Jónmundur hvíslar ein-
hverju að honum. Skeleggur horfir á Loka með opinn munn.
jaspis, lítur snögglega upp: — Er þá yfirheyrslunni lokið?
198