Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 43
DÓMSMÁLARÁÐHERRANN SEFUR
loki, við Jaspis: — Ég spratt upp úr malbikinu, dag einn, síðla vetrar.
jaspis: — Hvaða dag?
loki : — Þrítugasta marz.
jónmundur og skeleggur, sjiúa sér snöggt að Loka: — Hvaða ár?
loki: — Herrar mínir! hafið þér veitt eftirtekt þessum stráum sem spretta
sums staðar upp úr malbikinu?
SKELEGGUR: — Skollafingur?
jónmundur: — Fjandafæla?
skeleggur: — Snarrót?
jónmundur: — Snarrót!
LOKl: — Þau eru nafnlaus (Ja.spis byrjar að vélrita orð haus.) og þau vaxa í
óþökk, herrar mínir. Þér gangið fram hjá þeim, dag eftir dag, án þess að
sjá þau; þér stigið oná þau, þau rétta sig upp aftur, þér segið, með lítils-
virðingu: strá! Hann snýr sér fram. Gætið yðar, herrar mínir. Ég hef séð
þau vaxa, þessi strá. Ég hef séð þau breytast í trjástofna. Þau vaxa upp
undir húsin yðar. Einn morgun gægist döggvot laufkróna upp úr stofugólf-
inu yðar. Eitt kvöld birtist regnvot laufkróna á húsþakinu yðar ... Þér lítið
upp, þér spyrjið i undrun: hvaðan kemur þeim þessi mikla birta? Við Jón-
mund og Skelegg. Þau vinna hana úr myrkrinu, herrar mínir.
Jaspis hefur vélritað með vaxandi hraða.
LOKI, horfir á Jaspis vélrita, gengur til hœgri: — Er ég virkilega svona mælsk-
ur?
Jaspis vélritar œðislega hratt. Jónmundur gengur til hans og réttir hon-
um löðrung. Jaspis fellur fram á rítvélina og grœtur.
JASPis, hált: — Hvað haldið þið að Madaman segi?
JÓNMUNDUR, byrstur: — Þú hefðir átt að vita hvernig þú ert.
loki, lengst til hœgri: — Ég legg til að við gefum honum einn kátan.
SKELEGGUR, tekur skref til Loka: — Hvernig er það eiginlega: þér þorið ekki
að kannast við sjálfan yður?
JÓnmundur, kerrtur: — Alltaf komum við Skeli til dyra eins og við erum
klæddir.
skeleggur, kerrtur: — Þegar þér lítið á okkur Munda sjáið þér okkur.
JÓnmundur, tekur skref til Loka: — Þér felið yður bak við yður.
skeleggur, horfir fram: — Það heitir að vera dúbíus á ensku.
JÓNMUNDUR: — Aldrei ráða Ameríkumenn dúbiusan mann.
skeleggur: — Aldrei ráða Ameríkumenn dúbíusan mann.
201