Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
loki: — Hákristilega bragarbót. Hann gengur til hœgri. En í staðinn vil ég fá
hest.
Þeir staSnœmast.
skeleggur, við Jónmund: — Hvaða tryggingu höfum við?
Jaspis hejur gengið að veggnum, þar sem hatturinn hans hangir; hann
setur hattinn upp.
jaspis: — Jónmundur, gæti ég fengið frí?
jónmundur, við Skelegg: — Fyrst verður hann að yrkja.
JASPIS, tekur ofan, kemur nœr: — Skeleggur.
Skeleggur snýr sér að honum.
jaspis : — Mundi ég geta haft frí það sem eftir er dagsins.
SKELEGGUR, réttir honum höndina: — Ég samhryggist þér.
Þeir takast í hendur.
JASPIS: — Þú skilur mig.
Hann gengur til dyra.
jÓnmundur, við Skelegg: — Hún er tragísk þessi vélritunarástríöa.
jaspis, út við dyr, hátt: — Madaman vill líka fá grænt klósett.
Hann jer. Þögn.
JÓNMUNDUR, horjir á eftir honum: — Heimtufrekjan ríður ekki við einteym-
ing.
SKELEGGUR: — Við þyrftum líklega að gera hann að sendisveitarritara.
LOKI, kominn lengst til hœgri: — Ætliö þér að taka boðinu?
jónmundur, við Skelegg: — Ja, hver á að leggja út fyrir klárnum?
SKELEGGUR, horjir fram: — Landbúnaðarráðuneytið.
jÓnmundur, horjir fram: Mér fyndist eðlilegra að Menntamálaráðuneytið
legði út fyrir klárnum.
skeleggur, við Jónmund: — Hrossarækt heyrir undir landbúnað.
jónmundur, við Skelegg: — Skáldskapur flokkast til menntamála.
skeleggur: — Það erum við sem greiðum hrossið af hendi.
JÓNMUNDUR: — Það erum við sem veitum skáldskapnum viðtöku.
Þögn.
jónmundur: — Ég sting upp á helmingaskiptum.
Þögn.
skeleggur: — Dómsmálaráðherrann sefur.
JÓNMUNDUR, leggur við hlustir: — Ja, mikill þó ári.
skeleggur : — Þú heyrir í honum ?
Kýr baular tvisvar úti fyrir.
204