Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 51
JÓN FRÁ PÁLMHOLTI HÁDEGISHENDUR I Fyrst er ofurlítil þögn. Kvöldið hángir veikutn þrœði. Hvað skyldu margir sofa í húsunum? Þetta er mjög stutt þögn með ferskan ilm í hári stúlkunnar við gluggann. Ég veit það mun einhver deyja á þessari stundu. Einhver sem elskar lífið. Einhver sem þráir leik í vorgrasi. Það eru lambœr í túninu og njóli vex meðfram veginum. I fjörunni eru gamlir bátar. Við skulum hlusta. Ein- hver sem deyr þessa nótt mun einnig hlusta meðan elskendur halda leiðar sinnar varlega, mjúkt og varlega og það mun líka einhver fœðast á þessari stundu ... II Nú ris hávaðinn aftur yfir .stórborgarandlitið fölt og grámyglulegt eftir nætur- svallið. í austri siglir blámannað geimfar gegnum rauðan morgunhimin. Ný veröld að rennayfir langhrjáð mannkyn. Við skulum heilsa hinum nýja guði fyrir morgunverð. Má ég kynna: Jón Jónsson daglaunamaður og Véltœkni nú- tímans. Á borðinu stendur hnattlíkan á silfurfœti, Við getum snúið jörðinni að vild með einum fingri því við erum heimsborgarar. Draumar okkar ná yfir allan hnöttinn. Svo bjóðum við Guði til hádegisverðar kl. fimm mínútur yfir tólf. Strœtisvagninn hans kemur ekki fyrr, því miður. En hvað munar okkur annars um fimm mínútur í þessum jjölbreytilega tíma? Bráðum fœrist roði í kinnar borgarinnar. Fólkið gleymir smám saman yndislegum dagdraumum sinum og hverfur til hávaðans á ný. Ó guðdómlegi elsku lijartans hávaði með sígarettur og kaffi og hjónabandserjur og tilhugalíf náungans iðandi og skopp- andi hús úr húsi. Má ég kynna vinsœlasta íslenzka ústarljóðið: I love you baby, 1 love you . . . Hnattlíkan snýst á silfurfæti. Ærandi grammófónn, síga- rettur og svart kaffi. Nú rís stórborgarandlitið í sinni einbeittu hádegisönn, með hvítar lögregluhendur patandi útí göturykið. í austri siglir blámannað geimfar ... TÍMAKIT MÁLS OC MENNINGAR 209 14

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.