Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 59
ARI FRÓÐI OG FORSAGA ÍSLENDINGA ur ritkom, sem enn eru til. Eitt þeirra er ættartala hans sjálfs, en þar verður annað upp á teningnum en í íslend- ingabók. í ættartölunni rekur hann kyn sitt til sænskra konunga, til Yngl- inga. Það er í sjálfu sér býsna merki- legt atriði, að eina frásögn Ara um forfeður landnámsmanna bendir til Svíþjóðar. Hér er Ari í rauninni að gera meira en að rekja ætt sína eina. Með sams konar aðferð röktu útlend- ir sagnfræðingar á miðöldum forsögu þjóða sinna. Þeir áttu þá um tvær leiðir að velja, annaðhvort að rekja ættir frá konungum og höfðingjum aftur í gráa forneskju eða þá frá sjálf- um sér, öðrum kosti. Af skiljanlegum ástæðum hefur Ari valið síðari að- ferðina. íslendingabók var samin handa út- lendum menntamönnum eins og þeg- ar var vikið að, og í henni gerir Ari enga tilraun til að rekja forsögu þjóð- arinnar. Hann lætur sér nægja að staðhæfa, að landnámsmenn hafi ver- ið norrænir og komið hingað einkum frá Noregi. Hins vegar forðast hann að víkja einu orði að forsögunni. Það gerir hann hins vegar í ættartölu sinni, en hún hefur einkum verið ætluð ís- lenzkum fræðimönnum. Mönnum mun eflaust ganga misjafnlega vel að leggja trúað á hina löngu ættartölu Ara aftur til Njarðar Svíakonungs og Yngva Tyrkjakonungs. Þó skulu menn minnast þess, að hér er um að ræða eitthvert merkasta heimildar- gagn, sem vér eigum um forsögu þjóðarinnar, um aldirnar löngu fyrir íslands byggð. Sem betur fer, er ætt- artala Ara ekki einstætt rit, því að vér eigum nokkrar ættartölur, sem virð- ast hafa verið skrásettar ekki miklu síðar en hún. Ættartölur þessar sýna oss ekki einungis hugmyndir for- feðra vorra á 12. öld, um uppruna þjóðarinnar langt aftur fyrir land- námsöld, heldur hljótum vér að taka það trúanlegt, að í þeim felist sann- fræðilegur kjarni, sem er helzti leið- arvísir vor um forsögu vora. Með öðrum þjóðum, svo sem írum og Englendingum, hafa gagnmerkir fræðimenn beitt fornum ættartölum í því skyni að varpa ljósi yfir ævaforn- an feril þessara þjóða, en hérlendis þótti það ganga goðgá næst, þegar Barði Guðmundsson lagði ótrauður út á slíkar brautir. Mönnum virðist vera það nóg að trúa því, sem trúað hefur verið lengi, að þjóðin væri al- norsk að heita mátti. Áður en vikið sé að mikilvægi ætt- artalna og fornra kvæða og sagna fyr- ir rannsóknir á uppruna þjóðarinnar, má geta um eitt atriði, sem styður hugmyndir Ara um austrænan upp- runa íslendinga. í fornri þýðingu á latnesku riti um landaskipan og þjóð- ir er innskotskafli, sem hinn íslenzki þýðandi hefur aukið við, og segir þar, að Noregur haji byggzt úr Svíþjóð, en ísland úr Noregi og Grœnland af íslandi. Hér er að sjálfsögðn verið 217
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.