Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 59
ARI FRÓÐI OG FORSAGA ÍSLENDINGA
ur ritkom, sem enn eru til. Eitt þeirra
er ættartala hans sjálfs, en þar verður
annað upp á teningnum en í íslend-
ingabók. í ættartölunni rekur hann
kyn sitt til sænskra konunga, til Yngl-
inga. Það er í sjálfu sér býsna merki-
legt atriði, að eina frásögn Ara um
forfeður landnámsmanna bendir til
Svíþjóðar. Hér er Ari í rauninni að
gera meira en að rekja ætt sína eina.
Með sams konar aðferð röktu útlend-
ir sagnfræðingar á miðöldum forsögu
þjóða sinna. Þeir áttu þá um tvær
leiðir að velja, annaðhvort að rekja
ættir frá konungum og höfðingjum
aftur í gráa forneskju eða þá frá sjálf-
um sér, öðrum kosti. Af skiljanlegum
ástæðum hefur Ari valið síðari að-
ferðina.
íslendingabók var samin handa út-
lendum menntamönnum eins og þeg-
ar var vikið að, og í henni gerir Ari
enga tilraun til að rekja forsögu þjóð-
arinnar. Hann lætur sér nægja að
staðhæfa, að landnámsmenn hafi ver-
ið norrænir og komið hingað einkum
frá Noregi. Hins vegar forðast hann
að víkja einu orði að forsögunni. Það
gerir hann hins vegar í ættartölu sinni,
en hún hefur einkum verið ætluð ís-
lenzkum fræðimönnum. Mönnum
mun eflaust ganga misjafnlega vel að
leggja trúað á hina löngu ættartölu
Ara aftur til Njarðar Svíakonungs og
Yngva Tyrkjakonungs. Þó skulu
menn minnast þess, að hér er um að
ræða eitthvert merkasta heimildar-
gagn, sem vér eigum um forsögu
þjóðarinnar, um aldirnar löngu fyrir
íslands byggð. Sem betur fer, er ætt-
artala Ara ekki einstætt rit, því að vér
eigum nokkrar ættartölur, sem virð-
ast hafa verið skrásettar ekki miklu
síðar en hún. Ættartölur þessar sýna
oss ekki einungis hugmyndir for-
feðra vorra á 12. öld, um uppruna
þjóðarinnar langt aftur fyrir land-
námsöld, heldur hljótum vér að taka
það trúanlegt, að í þeim felist sann-
fræðilegur kjarni, sem er helzti leið-
arvísir vor um forsögu vora. Með
öðrum þjóðum, svo sem írum og
Englendingum, hafa gagnmerkir
fræðimenn beitt fornum ættartölum í
því skyni að varpa ljósi yfir ævaforn-
an feril þessara þjóða, en hérlendis
þótti það ganga goðgá næst, þegar
Barði Guðmundsson lagði ótrauður
út á slíkar brautir. Mönnum virðist
vera það nóg að trúa því, sem trúað
hefur verið lengi, að þjóðin væri al-
norsk að heita mátti.
Áður en vikið sé að mikilvægi ætt-
artalna og fornra kvæða og sagna fyr-
ir rannsóknir á uppruna þjóðarinnar,
má geta um eitt atriði, sem styður
hugmyndir Ara um austrænan upp-
runa íslendinga. í fornri þýðingu á
latnesku riti um landaskipan og þjóð-
ir er innskotskafli, sem hinn íslenzki
þýðandi hefur aukið við, og segir þar,
að Noregur haji byggzt úr Svíþjóð,
en ísland úr Noregi og Grœnland af
íslandi. Hér er að sjálfsögðn verið
217