Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 61

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 61
ARI FRÓÐI OG FORSAGA ÍSLENDINGA bæta ýmsum. Skylt er að taka það frain, að einnig koma fyrir ættartölur, sem benda til þess, að íslendingar hafi einnig átt alnorska forfeður. Slíkt er að sjálfsögðu eðlilegt. Á leið sinni vestur hefur þjóðflokkurinn, sem síðar byggði ísland, blandazt öðrum þjóðflokkum. En þegar til ís- lands kemur, hverfur norska þjóðar- brotið í heildina á svipaða lund og einnig varð um írska minnihlutann hér. Hitt er svo annað mál, að hinn ís- lenzki ættflokkur hefur haft töluverð áhrif á Noreg, og verður það mál ekki rakið hér. Tilgangurinn með ættfærslum í Landnámu, ættartölu Ara sjálfs og öðrum skyldum fróðleik er ekki ein- ungis sá að varpa ljóma yfir einstak- ar ættir eða sýna kyngöfgi einstakra landnámsmanna, heldur er í þeim fólginn leiðarvísir að uppruna ís- lenzku þjóðarinnar. Á 12. öld gerðu fróðir menn sér það fyllilega ljóst, að forfeður landnámsmanna höfðu ekki dvalizt í Noregi um langan aldur. Arf- sagnir kenndu þeim, að íslenzki þjóð- flokkurinn hafði flakkað að austan, og þótt þá skorti fullkomin gögn til að sanna slíkan uppruna, var þeim innan handar að grípa til þess ráðs að tengja íslenzka landnámsmenn við fornsænska og forndanska konunga. Framættir íslenzkra landnáms- manna eru merkileg drög að forsögu þjóðarinnar. Vér getum hvorki beitt örnefnum né fornminjum í því skyni að skýra þá sögu löngu fyrir upphaf landsbyggðar. Með öðrum þjóðum verður slíkum gögnum hins vegar beitt til að rekja feril landsbyggða langt aftur í gráa forneskju. En ef vér viljum eiga sögu, sem nær aftur fyrir landnámsöld, eigum vér í rauninni ekki nema um tvo kosti að velja. Ann- aðhvort getum vér haldið áfram að trúa á norskan uppruna þjóðarinnar eða hagnýta oss hinar fornu ættartöl- ur og annan arfsagnafróðleik til að komast að hinu sanna. Ættartölur eru beinagrind, ófull- kominn leiðarvísir um forsöguna. En við hana verður ýmsum öðrum gögn- um bætt, ef skynsamlega er á málun- um haldið. í fyrsta lagi varðveittu forfeður vorir ýmiss konar kvæði og frásagnir, sem færðar voru í letur á 12. öld og síðar og enn eru til. Sumt af þessum fróðleik er einnig kunnugt með öðrum germönskum þjóðum, svo sem Dönum, Englendingum, Norð- mönnum, Svíum og Þjóðverjum, en aðrar íslenzkar arfsagnir eru, að því er bezt verður séð, séreign vor. Af fyrri flokknum verður örðugt að draga ótvíræðar ályktanir, en þó verða þær einnig notaðar. En síðari flokkurinn gefur ákveðnar bendingar um sérstöðu feðra vorra. Það er vafa- laust engin tilviljun, að vér eigum Rígsþulu, Hrómundar sögu Gripsson- ar, Skjöldunga sögu, Gautreks sögu, Hrólfs sögu kraka, Hyndluljóð og annan sambærilegan fróðleik. Slíkar 219
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.