Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lambið hafði ekki verið náðað. Það hefði verið „í samræmi við reglurnar". Og um þetta var rætt eins og til væru einhver drengskaparlög um slíkar hengingar! Því var gleymt að hér var að ræða um sann- nefnda dauðaverksmiðju þar sem markmið- ið var að drepa með öllu mögulegu móti; og það var aðeins deilt um þau atriði sem „ekki voru í samræmi við reglurnar“. Fangabúðimar em ekki lengur stofnun til að drepa, heldur staður þar sem manndráp teljast til undantekninga og eru að kenna ótilhlýðilegu kappi einhverra varðmanna. Réttarforsetinn tók einnig fram að sakbom- ingar væm „góðir heimilisfeður og hefðu komizt vel af í borgaralegu lífi“. Að lokum taldi rétturinn sig sannfærðan um að „þeir hefðu ekki orðið morðingjar ef Þriðja ríkið hefði ekki haldið þeim í klóm sínum“. (Frankfurter Allgemeine Zeitung, 17. 10. 1960.) Þannig er Þriðja ríkið gert að ein- hverskonar óháðri og dularfullri ófreskju ofar allri mannlegri ábyrgð. Sú hugmynd er mjög útbreidd í Þýzkalandi, kennd í háskól- unum og prédikuð í kirkjunum: þegar búið er að gera nazismann að tákni dularfulls bölvalds er stutt leið til mannlegs ábyrgðar- leysis; hvort sem litið er á mennina sem saklausa eða seka hafa athafnir þeirra enga þýðingu. Þannig losna menn á endanum við hina óþægilegu spurningu um nazismann, um þá hlutdeild sem flokkar, stéttir og ein- staklingar áttu að honum. Af þremur sak- borningum voru tveir dæmdir í ævilangt fangelsi, en dómstóllinn réð þeim til að sækja um náðun, þar eð þeir væru fyrir- myndar heimilisfeður. Þá er einnig athyglis- vert að þeir stríðsglæpamenn sem Sovét- ríkin afhentu 1956 og ekki höfðu verið náð- aðir fengu eigi að síður bæði frelsi og 6000 marka verðlaun. Tveir SS-foringjar frá Sachsenhausen hafa verið gerðir að lög- reglustjórum. Nokkrum vikum síðar var SS-maður frá Gross-Rosen-fangabúðunum dæmdur í Hannover. Hann var ákærður fyrir 14 morð, eitt manndráp, fyrir að hafa sært 27 menn til bana og fyrir að vera samsekur um að minnsta kosti 271 morð. Dómurinn var hinn vægasti: sjö ára fangelsi, og dómstóllinn tók aðeins til greina eitt manndráp og fimm dauðsföll af sárum. Það er augljóst að hér er ekki um að ræða neina réttvísi heldur al- gert gjörræði. Allar þessar hárfínu skil- greiningar á morðum, manndrápum og sár- um sem leiða til bana hljóta að vera fánýtar í öðru eins máli. Hvemig á að ákvarða per- sónulega ábyrgð SS-manna, þegar fæstir málsaðilar geta vitnað með öðru en þögn sinni? Að beita venjulegum aðferðum lög- fræðinnar við mál sem ekki verður lagður neinn venjulegur mælikvarði á, það er að reyna að varðveita form réttvísinnar en svipta hana öllu innihaldi. Að þessu beinist oftast starf dómstólanna. Það verður alla tíð aðdáunarefni hvemig þessum dómstól tókst að gera að engu 303 fómardýr og skilja aðeins eftir sex. Og ekki veldur sá lögfræðiskilningur minni furðu sem gerir mönnum fært að hegna fyrir eitt manndráp og fimm mannsbana af völdum sára með sjö ára fangelsi! Dómsniðurstaðan leiðir í ljós þær grund- vallarskoðanir sem hún byggist á. Ákærði hefur aðeins verið dæmdur beinlínis sekur um eitt manndráp. En dómstóllinn veit líka hvað hann á að segja um það: „Það var ekki morð, því aftaka með skotvopni er ekki kvalafull." (Die Welt, 10. 11. 1960.) Það er dómstóll Bonn-lýðveldisins sem leyfir sér slíkan hundingjahátt er væri samboðinn „lög“fræði hitlerismans! Auk þess emm vér fræddir um að „ákærði hafi ekki framið verknað sinn af lágum hvötum“. Án efa er hann óspillt germönsk hetja, og kann það að vera skýring þess að ekki er talað um morð heldur manndráp. Þetta er það sjónar- mið sem dómaramir í Hannover halda fram, 230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.