Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR svo mjög varpa ógnstöfum sínum á ljóðin næst á undan. Það er geðþekkur sjarmi yfir þessum blessuðu upptalningum á kornöx- um og kálbeðum, uxum, vegum og verk- smiðjum, svo ekki sé minnzt á hina brúna- hvössu Hvítrússa! (hvers vegna Estar í stað Eistur um Eistlendinga?) Það er skoðun mín að Hannes hafi nokk- uð vaxið af þessari bók, þrátt fyrir ýmsar endurtekningar á stíl og orðfæri fyrri ljóða. Megi vera styttri bið til næstu bókar! Baldur Ragnarsson. Tvær ritgerðir um kveðskap Stephans G. Stephanssonar. Studia Islandica: Islenzk fræði, 19. hefti. H.f. Leiftur 1961. HvaS munu þá aS hyggja á heillar þjóðar erfiljóð? Studia Islandica eða íslenzk fræði nefnist tímarit, sem heimspekideild Háskóla fs- lands gefur út og prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson ritstýrir. I 19. hefti þessa tíma- rits, sem kom út snemma á þessu ári, birt- ast tvær ritgerðir um kveðskap Stephans G. Stephanssonar. Eru þær að stofni til kjör- sviðsritgerðir tveggja kandidata í íslenzk- um fræðum. Óskar Ó. Halldórsson, íslenzku- kennari við Kennaraskólann, ritar um kvæðaflokkinn Á ferð og jlugi, en Sigurður V. Friðþjófsson, blaðamaður við Þjóðvilj- ann, ritar um Kolbeinslag. Þar sem Stephan G. Stephansson er sá brunnur mannvits og málsnilldar, sem seint mun verða þurrausinn, tel ég ómaksins vert að vekja athygli lesenda Tímarits Máls og menningar á þessum ritgerðum. Þær varpa hvor um sig nokkru ljósi á tvö af veiga- mestu kvæðum Stephans og munu unnend- um ljóða hans verða margir staðir í þeim ljósari við lestur þeirra. Jafnframt mimu þeir komast í nánari kynni við lífsskoðanir þessa merkilega manns. En mig hefur lengi grunað, að í höfuðskel hans hafi náð hvað mestum þroska heili þeirrar tegundar, sem nefnist homo sapiens — a. m. k. í húman- iskum skilningi. Ritgerð Óskars skiptist í 9 kafla, og eru þeir allir um margt nytsamir til fróðleiks, en mestur fengur finnst mér að II. og VI. kafla. I II. kafla gerir Óskar grein fyrir af- skiptum Stephans af kirkjumálum Vestur- Islendinga og hlutdeild hans í stofnun Menningarfélagsins, en kynni við þá þætti eru nauðsynleg til skilnings á því, hvers- vegna ádeilu á klerka, kirkju og sumar kennisetningar kristindómsins gætir svo mjög í kvæðum Stephans. Óskar tekur und- ir þau orð Stephans sjálfs, að hann hafi ver- ið trúlaus maður eða „heiðingi og aþeisti". Hygg ég að hann velji þar vænni kostinn en prófessor Sigurður Nordal f formála sínum að Urvali Andvakna 1939, þar sem hann gerir tilraun til að „semja“ Stephani „trú“. Hefur mér fundizt Nordal hafa þar lítt er- indi sem erfiði. En tilraun hans er vel skilj- anleg, þar sem hann segir, að það sé sann- færing sín, „að trúarbrögð af einhverju tagi séu hæsta takmark mannlegs þroska og án þeirra geti enginn maður orðið sannarlegt stórskáld." En afsannar Stephan ekki ein- mitt þessa kenningu Nordals? Verður hann ekki einmitt stórskáld vegna þess, að hann vex upp úr trúarbrögðunum og öðlast þann lífsskilning, sem er í meira samræmi við framvindu lífsins en öll trúarbrögð, og held- ur þó fullkomnu hugarjafnvægi? Er ekki Stephan G. einn þroskaðasti ávöxtur frjáls- hyggju og skynsemisstefnu 19. aldar? Slík- ar spurningar vakna við lestur ritgerða þeirra Óskars og Nordals um þetta efni. En hvað um það, Stephan varð ekki úti hjá „ráðríkum og valdölvuðum guðsmönnum og 236
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.