Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 23. ÁRG. • FEBR. 1962 • 1. HEFTI LYGARAR TIL LEIGU „Qérfræðincur" er eitt þeirra orða sem hafa tekið hröðum merkingarfræðilegum breyt- kJ ingum í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr að völdum á Islandi. Ríkisstjórn sú og umboðsmenn hennar hafa að vísu yfirleitt metið íslenzka sérfræðiþekkingu lægra en áður eru dæmi til, og stuðlað með því móti að stórauknum útflutningi sérmenntaðra manna, þó slíkur útflutningur muni seint verða talinn búbót í þjóðfélagi sem á mest eftir ógert. A hinn bóginn hafa verið sóttir til útlanda þónokkrir sérfræðingar til lengri eða skemmri dvalar, og munu þeir ekki hafa þurft að deila um kaup og kjör. Þeirra orð og úrskurði túlkar áróðurslið ríkisstjórnarinnar fyrir þjóðinni sem óskeikula og framar öllu óhlut- dræga dóma. Hlutverk þessara innfluttu sérfræðinga hefur einkum verið tvennskonar. í fyrsta lagi að yfirlíta þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin hefur þegar gert og úrskurða að þær hafi verið réttar. í öðru lagi að boða með tilhlýðilegri andakt þær athafnir sem ríkisstjórnin ætlar að hefjast handa um, einkum ef mikil hætta þykir á að þær verði óvinsælar. Þannig er ríkisstjórnin tryggð bæði í bak og fyrir, því erlendir sérfræðingar geta ekki logið (sbr.: ljósmyndir geta ekki logið). Það eru þessir sérfræðingar sem ríkisstjórnin gerir mest stáss með, — miklu meira stáss en hún gerir með þá sem vinna hin daglegu störf, enda er þeim í rauninni ætlað að vera einhverskonar æðri dómstóll, sem ríkisstjórnin skýtur til þeim málum sem hún á í við þegnana. Og fyrir þeim dómstóli er hún örugg um að vinna hvert mál. Tveir sérfræðingar af þessu tæi voru kynntir alþjóð með nokkurra vikna millibili núna rétt fyrir jólin. Málið sem skotið var til þeirra var sannarlega annars eðlis en þau mál sem ríkisstjórnin hafði áður háð gegn þjóðinni fyrir þessum æðri dómstólum, og snerti ekki aðeins feril núverandi ríkisstjórnar heldur pólitískan grundvöll borgarastéttarinnar á íslandi. En þetta voru sérfræðingar í almannavörnum eða borgaravörnum eða civil defense, þeir „Holtermann hershöfðingi, yfirmaður almannavarna í Noregi" og „dr. Toftemark, yfirlæknir danskra almannavama" sem þar að auki hefur verið „formaður heilbrigðis- nefndar Atlantshafsbandalagsins í áratug". Boðskapur þessara herramanna var að miklu leyti samhljóða, og kjarni hans felst í þessum orðum dr. Toftemarks: „Menn skyldu varast að dæma allar varnir gegn kjarnorku- sprengjum gagnslausar (...) einhverjir mundu lifa af — svo yrði jafnvel þó sprengju yrði varpað á Reykjavík." Báðir töldu að hinir miklu kjallarar undir húsum hér um slóðir, sem auðkenna Reykjavík frá flestum öðrum borgum, væru einkar vel fallnir til brúkunar í kjarnorkustyrjöld; dr. Toftemark hikaði ekki við að fullyrða að „kjallarar í Reykjavík væru svo traustir að ekki væri nauðsyn að reisa sérstök skýli til varnar borgurunum". (Dr. Toftemark var hér í bdði borgarstjómarinnar í Reykjavík.) Þó Holtermann hershöfðingi, sem lagði tillögur fyrir dómsmálaráðherra áður en hann fór, teldi líka kjallarana í Reykjavík ágæta, mun hann ekki hafa haft aðra eins tröllatrú á þeim og dr. Toftemark. 1 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.