Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 19
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKÚTAN OG TUNGLIÐ Aðdragandi slíkrar köllunar getur auðvitað verið með ýmsum hætti, en þó reynist hann furðu svipaður, ef hann er rakinn nákvæmlega og borinn saman hjá svona tuttugu og fimm skippundum íslenzkra stjórnmálamanna. Um mig er það að segja, að ég hafði komizt í ósátt við mýrina heima og vildi fyrir hvern mun slíta mig frá henni. Mýrin heima hafði verið góður vinur minn árum saman, óþreytandi að gleðja mig á vorin og sumrin, prýdd sígrænum dýjum og rauðum keldum, safamiklu stargresi, fífu og mjaðarjurt, að ó- gleymdum bullaugalækj um og pyttum, þar sem smádropóttir urriðar skutust milli fylgsna. Jafnvel á haustin og veturna naut ég þess einatt á kyrrum tungl- skinskvöldum hvernig mýrin brást við kælu og gaddi, hlóð á sig hrímsilfri og blánaði fyrir ísum og svellbólstrum, svo að stundum hugsaði ég um það eitt í vökulok hvort ég mundi halda áfram að bruna um hana í draumi á sleða eða skautum. En þegar ég var kominn undir fermingu og farinn að standa á engj- um, rann það fljótt upp fyrir mér að slægjur í mýrinni voru óvíða góðar, ým- ist of blautar eða snöggar, of keldóttar eða þýfðar. Og þegar ég var kominn í kristinna manna tölu, þóttist ég finna á öllu að mýrin ætlaðist til einhvers af mér, biði átekta og gæfi mér gætur meðan ég hjakkaði af henni grasið. Eg stökk að heiman að haustlagi, en kom aftur um sumarsólstöður og færði henni kvæði, sem ég hafði ort til hennar á löngum vetri suður í höfuðstaðn- um. Ég taldi mér trú um að mýrin væri harla ánægð með kvæðið og kynni vel að meta slíkt framtak; en jafnskjótt og ég byrjaði að hjakka í henni á nýjan leik, þóttist ég enn geta lesið úr svip hennar einhverja dulda tilætlunarsemi. Eg þóttist sjá það á henni, einkum í rigningu og súld, að hún léti sér hvorki nægja vísur um fífu og mjaðarjurt né hrímsilfur og svellbólstra. Mig fór smám saman að gruna, að hún vildi fá fullkomnari áveitu, þar sem hún var flötust, en annarsstaðar langa og djúpa skurði, svo að stórar spildur hennar gætu þornað og breytzt síðar meir í tún. Eg sló margar Ijámýs meðan ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að taka í mál að standa í skurðgreftri ára- tugum saman, kannski til æviloka. Síðan skrifaði ég bréf á slagviðriskvöldi, sagði vini mínum í höfuðstaðnum allt af létta og bað hann minnast þess, ef hann skyldi frétta af einhverju starfi, að ég væri kominn í ósátt við mýrina heima. Engjaslætti lauk, tvímánuður kvaddi, glóandi kjarrlitir handan fljótsins dofnuðu óðfluga eins og fánýtar vonir. Þegar vika var liðin af haustmánuði, fjárjarmur í réttum þagnaður í bili og næturhéla hætt að þiðna fyrir hádegi, mátti ekki dragast lengur að búa mýrina undir veturinn. Eg gekk um hana með reku og kvísl, veitti á hana lækjum, stakk hnausa og slengdi þeim á skörðótta 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.