Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 21
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKÚTAN OG TUNGLIÐ líkneskjuna af Jóni Sigurðssyni forseta; en hjartað linnti ekki látum, spari- fötin héldu áfram að standa mér á beini, flibbahnapparnir að erta hálsinn á mér, í stað þess að hugsa um íslenzka sjálfstæðisbaráttu og færast í aukana hugsaði ég um vanmátt minn til að gegna virðulegu embætti og hefði helzt kosið að snúa við, flýja heim í mýri. Mér er öngvan veginn Ijóst hvernig ég komst yfir götuna og inn í Alþingishúsið, en hitt líður mér seint úr minni, að ég tvísté ráðþrota á löngum og breiðum gangi, hafði ekki búizt við að sjá svona margar dyr og vissi því síður hvar mér bæri að knýja. Loks tók ég ofan húfuna, þerrði framan úr mér svita og þokaðist að hurð einni á vinstri hönd, sem féll naumlega að stöfum. Ég ætlaði varla að þora að berja, en þegar eng- inn gegndi, þreifaði ég á símskeytinu í vasa mínum, ýtti ögn á hurðina og gægðist inn. Mér er nær að halda að öldungur hafi grúft sig yfir bækur og pappírsarkir einhversstaðar í stofu þessari, en þó man ég það ekki gerla, stóð ekki lengi í gættinni, rak sem sé augun í gulleita beinagrind, sem hreykti sér úti í skoti og glotti við mér yfir auða bekki. Það munaði mjóu, að ég æpti upp yfir mig. Á ráðherra átti ég von, en ekki beinagrind — eða var þetta kannski draugur? Ég horfði agndofa í myrkur tómra augnatótta, sem virtist ætla að soga mig að sér, hrökk síðan öfugur úr gættinni, hörfaði í ofboði fram á ganginn, reiðu- búinn að taka til fótanna, ef þörf krefði. Svo heppilega vildi til, að stúlka nokkur kom að utan í þessum svifum og gekk ekki rakleitt framhjá mér, heldur nam staðar og kinkaði til mín kolli, — hvort ég væri að leita að einhverjum? Hvaða salur er þetta? spurði ég skj álfraddaður og benti á dyrnar, sem ég hafði hrokkið frá. Læknadeild, svaraði stúlkan. Læknadeild! át ég upp eftir henni og mundi allt í einu að æðsta mennta- stofnun þjóðarinnar, Háskóli íslands, var hér einnig til húsa. Sennilega hafði beinagrindin ekki verið afturganga, þrátt fyrir sortann í augnatóttunum, heldur nauðsynlegt kennslutæki, einskonar hjú þeirra vísinda, sem Hippó- krates frá Kos grundvallaði. Já, sagði stúlkan og kinkaði enn kolli. Læknadeild. Hún hélt á danskri bók og horfði á mig líkt og úr fjarska, föl á vangann og dálítið veikluleg, skyldari gluggablómi en mýrastör, áreiðanlega innan við tvítugt. Ég áttaði mig á því, að ég var ekki farinn að heilsa henni, tók viðbragð og rétti henni höndina, en missti um leið húfuna mína á gólfið. Ertu að leita að einhverjum? spurði hún aftur. 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.