Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 23
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKÚTAN OG TUNGLIÐ
skynjaði salinn í móðu og þorði hvorki að líta framan í höfðingjana né hinkra
við til að hlusta á kverkmæltan ræðuskörung, sem spáði því að kreppulána-
sjóður mundi venja bændur af sjálfsbjargarviðleitni. Það bogaði af mér svit-
inn þegar þessari hringferð var lokið, enda molluhiti í salnum og andrúms-
loftið ólíkt norðankuli í mýrinni heima. Þrjá eða fjóra daga hafði ég ekki við
að þerra af mér slíkan embættissvita. Mér fannst ég vera eins og urriðatittur
í stórlaxatorfu og hefði helzt kosið að skjótast í felur þegar ráðherrar og þing-
menn strikuðu til mín og báðu mig að reka einhver erindi fyrir sig, láta bréf
í póst, sækja peninga til ríkisféhirðis, kaupa vindla, sígarettur eða neftóbak,
beiskar töflur eða lakkrísspörð. En embættisstörfin reyndust svo auðveld, að
sjálfstraust mitt hjarnaði við dag frá degi; og tilhlýðilegur uggaburður í
miðri stórlaxatorfunni komst svo fljótt upp í vana, að feimnin þvarr, svitinn
minnkaði, hjartað hætti að ólmast eins og í lífsháska. Eftir viku gat ég nafn-
greint alla fulltrúana á elztu löggj afarsamkundu í heimi, þekkti þá sundur,
vissi nákvæmlega hverjir reyktu og hverjir tóku í nefið, hverjir átu beiskar
töflur og hverjir lakkrísspörð. Síðan fór ég að sækjast eftir að hlusta á ræður
þeirra og deilur, hvenær sem hlé varð á embættisönnum.
Nú kunna einhverjir að halda að sífelld rósemi og blíða hafi drottnað á Al-
þingi fyrir röskum aldarfjórðungi, þegar öngvir erlendir herflokkar höfðu hér
bækistöðvar og skoðanir stjórnmálamanna voru bundnar við þröngan innan-
landsmarkað. Ég man að vísu eftir slíku blíðviðri, lygnum og kyrrlátum fund-
um, þegar sérhver ræðuskörungur virtist of mettur og dasaður til að beita sér,
en norðlenzkir og sunnlenzkir hagyrðingar hvísluðust á, tóku í nefið og
nenntu ekki að skensa hverjir aðra, heldur ortu um konur og reiðhesta. Hitt
var þó tíðast að þingmenn deildu af kappi, til dæmis um önnur eins stórmál
og gjaldþol ríkissjóðs, sparnað og skattheimtu, nefndir og nefndaskipan,
sauðfjárkvilla, grenjaleit og fuglafriðun, vegarspotta á Ströndum, brú á ár-
kvísl í Skaftafellssýslu. Stundum urðu þessar deilur svo harðar, að forsetar
hringdu bjöllum hvað eftir annað til að lægja öldurnar, en hagyrðingar gerð-
ust ýmist þrútnir og níðskældnir eða bleikir og þöglir.
Það brást ekki að mönnum hitnaði i hamsi jafnskjótt og minnzt var á þjóð-
arskútuna. Sumir kváðust hafa bjargað þjóðarskútunni, þrátt fyrir ábyrgðar-
lausa og illvíga stjórnarandstöðu. Aðrir héldu því fram, að þjóðarskútuna
ræki óðfluga inn í brimskafl gegndarlausrar eyðslusemi, þar sem fjöregg
hennar, krónan, hlyti að brotna, ef ekki væri spyrnt við fótum þegar í stað.
Tveir eða þrír bölsýnir öldungar töldu jafnvel hæpið að takast mætti að
vernda fjöreggið, því að þjóðarskútan hefði borizt svo langt inn í þennan ólg-
13