Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 25
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKÚTAN OG TUNGLIÐ þrátt fyrir kreppu og þrengingar, bægðu böli og skorti frá dyrum almennings. Þetta væru þakkirnar og brjóstheilindin, endurtók hann með dimmum hreimi og færðist snögglega í aukana, benti á síðasta ræðumann og kvaðst fagna því að eiga í höggi við slíkan andstæðing, slíkan málsvara þeirrar ríkisstjórnar, sem leitt hefði dugandi bændur hópum saman að bitlingajötunni og breytt þeim á skömmum tíma í jórtrandi kálfa. Ómerk væru ómagaorðin, eins og kerlingin sagði, enda þyrfti ekki að eyða miklu púðri á vindbelg og angur- gapa, sem hefði verið staðinn að því fyrir fáum árum að brjóta sjálf fugla- friðunarlögin. Það væri gaman að vita hvað slíkur skotmaður fengi mörg at- kvæði, ef hann byði sig fram í dúntekjukjördæmi. Hver treysti honum til að vernda fjöreggið og stjórna þjóðarskútunni í brimi og boðum, úr því að hann gæti ekki einu sinni stjórnað byssunni sinni? Áheyrendur á pöllum hlógu, en aldurhniginn spekingur úr efri deild þokað- ist til mín og klappaði mjúklega á öxl mér: Ég sé það á þér, að þú verður einhverntíma þingmaður, hvíslaði hann og bað mig síðan að reka fyrir sig nokkur erindi, sækja peninga til ríkisféhirðis, borga iðgjald af líftryggingu, kaupa neftóbak fyrir tuttugu og fimm aura hjá gamalli sjómannsekkju, sem skar sjálf og seldi ódýrara en verzlanir. Hún býr í kompu uppi á lofti, og farðu varlega í stiganum góði minn, hvíslaði hann ennfremur, klappaði mér aftur á öxlina og beinlínis andaði inn í eyrað á mér: Allir verðum við að spara. Þegar ég kom úr leiðangri þessum með peninga öldungsins, iðgjaldskvittun og neftóbak, bjóst ég hálft í hvoru við áflogum í neðri deild, að minnsta kosti heiftarlegri þrætu, köllum og bjölluklið. En þar var þá dottið á dúnalogn, ein- vígi berserkjanna lokið, húnvetningur farinn að muldra eitthvað um breyting- artillögu við fj árböðunarlögin og áheyrendur að tínast út af pöllum. Báðir berserkirnir sátu inni í svonefndu ráðherraherbergi og hvorugur ófriðlegur, sá voldugi að reykja vindil, en skotmaðurinn tyrkneska sígarettu. Sást það á mér? Ég taldi það fráleitt í fyrstu, en sætti samt lagi að bera kenningu öldungsins undir misstóra spegla á ýmsum stöðum. Þegar speglarnir tóku því öngvan veginn fjarri, að ég yrði einhverntíma þjóðkjörinn fulltrúi á elztu löggjafar- samkundu í heimi, fór ég að hugsa margt og gefa þingmönnum gætur á annan hátt en áður. Flestir þeirra voru úr sveit eins og ég, sumir prýðilega hagmælt- ir, höfðu jafnvel birt á prenti saknaðarljóð til holta þeirra og mýra, sem þeir urðu að yfirgefa þegar þeir fundu köllun hjá sér til að bjarga þjóðarskútunni. 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.