Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 27
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKÚTAN OG TUNGLIÐ Heldur þú að þjóðarskútan komist einhverntíma út úr brimskafli kreppunn- ar? spurði ég. Hún leit snöggvast á mig, þar sem ég gekk um gólf með hendur á baki, stjórnmálamaður frá hvirfli til ilja, mæddur fyrir aldur fram, lotinn af ábyrgð- artilfinningu. Eg hef ekkert vit á því, sagði hún og hristi höfuðið. Ég hugsa aldrei um pólitík. Að svo mæltu sökkti hún sér niður í bókina, hvarf frá kreppu og gjaldeyris- skorti til Vermalands, inn í laufskógaheim sænskra æfintýra, krökkan af ást- föngnum greifum. Ég hélt áfram að ganga um gólf, staðráðinn í að sigrast á töfrabrögðum Selmu Lagerlöf, knýja þessa fölu og kyrrlátu stúlku til að horf- ast í augu við veruleikann, hugleiða sum þeirra mála, sem biðu úrlausnar á elztu löggjafarsamkundu í heimi. Um leið og ég trúði henni fyrir því, að ég teldi öldungis óþarft að breyta fjárböðunarlögunum, veitti ég því athygli að buxnaskálmarnar mínar voru brotlausar eins og strigapoki. Ég ákvað að sofa á þeim í nótt, en skýrði síðan stúlkunni frá því, að fuglafriðunarlögin þyrftu endurskoðunar við, ég hefði illan bifur á veiðibjöllu, hrafn og kjói yllu stór- tjóni í varplöndum þjóðarskútunnar, rændu bæði eggjum og ungum. Hún þagði. Auðvitað bæri að spyrna fótum gegn frekari útgjöldum ríkissjóðs á þessum erfiðu tímum, sagði ég og brýndi raustina. Einskis mætti láta ófreistað til að efla sparnað, þegnskap og fórnarlund. Hinsvegar yrði að vega og meta, hm, hverja sparnaðartillögu, því að sumar gætu jafnvel aukið á byrðar ríkissjóðs, þegar öllu væri á botninn hvolft. Hún fletti við blaði í bókinni, sá mig ekki fyrir greifum. Ég þreifaði á krónupeningnum í vasa mínum, fjöreggi þjóðarskútunnar, og spurði hana hvort hún héldi ekki að rýmri fjárveiting til að klekkja á ref og veiðibjöllu væri óbein sparnaðarráðstöfun, sem hlyti að stuðla að bættri af- komu bænda í ólgandi brimskafli — Æ hættu þessu rausi! greip hún fram í fyrir mér. Ég hváði. Vertu ekki að trufla mig! sagði hún. Ég er svo agalega spennt! Greifarnir höfðu náð slíkum tökum á henni, að ég gafst upp og sá þann kost vænstan að laumast út úr Kringlu. í dyrunum mætti ég tveimur þingskörung- um, sem voru að koma af einhverjum nefndarfundi og sugu hollenzka vindla, gildir og hyggjuþungir, báðir í svörtum jakka og röndóttum buxum, einkenn- isbúningi þeirra stjórnmálamanna, sem mest létu að sér kveða. TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 17 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.