Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 29
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKUTAN OG TUNGLIÐ
skemmstu leið til Alþingishússins, hugsaði um svör skraddaranna og hristi
höfuðið. Embættislaun mín munu hafa verið níutíu krónur á mánuði, sextíu
borgaði ég fyrir fæði og fimmtán fyrir herbergiskompu, enda skorti mig
ímyndunarafl til að gizka á hvenær ég gæti eignazt svona dýrar buxur. Guð
einn vissi hvað búningurinn allur kostaði, tilhlýðilega svartur jakki, vesti og
slifsi, hattur og skóhlífar. Einhver reiðinnar ósköp, sagði ég við sjálfan mig,
líklega tvö hundruð krónur, — og mætti um leið nokkrum nemendum úr
Menntaskólanum, piltum á mínu reki, galsafengnum og ábyrgðarlausum. Tvö
hundruð krónur! Ég yrði að vera þolinmóður og sparsamur, temja mér þegn-
skap og fórnarlund.
En hvað sá ég þennan sama dag í búðarglugga í Austurstræti, að ég var að
koma úr sendiför, hvað nema forláta þingbuxur, svo stórröndóttar og svip-
miklar, að hvorki áður né síðan hefur aðrar slíkar borið fyrir augu mér. Hitt
var þó hálfu æfintýralegra, að hvítum pappírsmiða hafði verið tyllt við buxna-
strenginn:
TÆKIFÆRI SVERÐ
Kr. 7,25
Misskilningur? Ritvilla? Hafði kannski gleymzt að skrifa núll aftan við sjö?
Eg rak nefið í rúðuna, starði eins og dáleiddur á miðann og buxurnar, en
hljóp síðan inn í verzlunina til að ganga úr skugga um áreiðanleik þessarar
furðulegu tölu.
Kona nokkur varð fyrir svörum, roskin og hæruskotin, löng og toginleit,
einstaklega kurteis og lágróma:
Misskilningur ? Hvað eigið þér við? spurði hún.
Ég áttaði mig á því, að mér hafði láðst að taka ofan húfuna, tók hana ofan
í skyndi og hélt áfram að stynja upp erindi mínu.
Gleymzt að skrifa núll á miðann? Konan horfði á mig öldungis forviða:
Nei, buxurnar kosta sjö tuttugu og fimm, sagði hún og sótti þessa stórröndóttu
flík, lagði hana á búðarborðið fyrir framan mig og strauk hana lauslega með
flötum lófa. Tækifærisverð, bætti hún við.
Ég mundi allt í einu, að ég var stjórnmálamaður, þuklaði á buxunum og
ræskti mig:
Gott efni?
Konan leit snöggvast á afgreiðslustúlku við annað borð í þessari miklu
verzlun.
Það hrindir vel frá sér, sagði hún síðan.
19