Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 29
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKUTAN OG TUNGLIÐ skemmstu leið til Alþingishússins, hugsaði um svör skraddaranna og hristi höfuðið. Embættislaun mín munu hafa verið níutíu krónur á mánuði, sextíu borgaði ég fyrir fæði og fimmtán fyrir herbergiskompu, enda skorti mig ímyndunarafl til að gizka á hvenær ég gæti eignazt svona dýrar buxur. Guð einn vissi hvað búningurinn allur kostaði, tilhlýðilega svartur jakki, vesti og slifsi, hattur og skóhlífar. Einhver reiðinnar ósköp, sagði ég við sjálfan mig, líklega tvö hundruð krónur, — og mætti um leið nokkrum nemendum úr Menntaskólanum, piltum á mínu reki, galsafengnum og ábyrgðarlausum. Tvö hundruð krónur! Ég yrði að vera þolinmóður og sparsamur, temja mér þegn- skap og fórnarlund. En hvað sá ég þennan sama dag í búðarglugga í Austurstræti, að ég var að koma úr sendiför, hvað nema forláta þingbuxur, svo stórröndóttar og svip- miklar, að hvorki áður né síðan hefur aðrar slíkar borið fyrir augu mér. Hitt var þó hálfu æfintýralegra, að hvítum pappírsmiða hafði verið tyllt við buxna- strenginn: TÆKIFÆRI SVERÐ Kr. 7,25 Misskilningur? Ritvilla? Hafði kannski gleymzt að skrifa núll aftan við sjö? Eg rak nefið í rúðuna, starði eins og dáleiddur á miðann og buxurnar, en hljóp síðan inn í verzlunina til að ganga úr skugga um áreiðanleik þessarar furðulegu tölu. Kona nokkur varð fyrir svörum, roskin og hæruskotin, löng og toginleit, einstaklega kurteis og lágróma: Misskilningur ? Hvað eigið þér við? spurði hún. Ég áttaði mig á því, að mér hafði láðst að taka ofan húfuna, tók hana ofan í skyndi og hélt áfram að stynja upp erindi mínu. Gleymzt að skrifa núll á miðann? Konan horfði á mig öldungis forviða: Nei, buxurnar kosta sjö tuttugu og fimm, sagði hún og sótti þessa stórröndóttu flík, lagði hana á búðarborðið fyrir framan mig og strauk hana lauslega með flötum lófa. Tækifærisverð, bætti hún við. Ég mundi allt í einu, að ég var stjórnmálamaður, þuklaði á buxunum og ræskti mig: Gott efni? Konan leit snöggvast á afgreiðslustúlku við annað borð í þessari miklu verzlun. Það hrindir vel frá sér, sagði hún síðan. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.