Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Enskt? spurði ég.
Ég veit það nú ekki. Við fundum þessar —
Hún þagnaði í miðjum klíðum, losaði miðann af buxnastrengnum og lagði
hann ásamt tveimur títuprjónum hjá gömlum kvarða. Ja ætli það sé ekki
enskt, sagði hún. Ef þér viljið máta buxumar, þá er hérna klefi með spegli.
Þegar inn í klefann kom, hríslaðist um mig einhver hátíðleg vígslusæla,
blandin nokkrum ábyrgðarhrolli. Ég fann það svo glöggt sem verða mátti, að
ég var í þann veginn að skrýðast táknflík. Þessar buxur hlutu að örva göfugar
hugsjónir, þegnskap og fórnarlund, harðar viðkomu eins og segldúkur, svo
stinnar og vænar, að þær gátu næstum því staðið einar. Það brakaði í þeim
þegar ég fór að máta þær. Ég stytti í axlaböndunum mínum, unz þær lyftust
úr fellingum á báðum ristum, og skárust þó ekki svo djúpt inn í mig neðan-
verðan, að ég yrði fyrir verulegum óþægindum. Að sjálfsögðu var táknflíkin
ætluð fullholda stjórnmálamanni og gúlpaði mjög á kviðlausum nýliða; en ég
þóttist sjá í hendi mér, að vel mætti þrengja buxnastrenginn með nælum, auk
þess sem ég átti í vændum að gildna. Skálmamar voru hinsvegar hvergi nærri
eins víðar og tízkan bauð, en hvað gerði það til, bar það ekki einmitt vitni um
hagsýni og þjóðhollustu? Ég hneppti að mér vestinu, snaraðist aftur í jakk-
ann og leit í spegilinn, horfði á sjálfan mig stórröndóttan fyrir neðan mitti,
vígðan leiðtoga á erfiðum tímum, tilvonandi bjargráðafrömuð. Síðan fór ég
í frakkann, tók budduna mína, klút, sj álfskeiðing og hárgreiðu úr vösum
gömlu buxnanna, braut þær saman og lauk upp klefanum.
Þær eru alveg mátulegar, sagði ég og benti á táknflíkina. Það tekur því
ekki að fara úr þeim. Ég er starfsmaður á Alþingi.
Já einmitt.
Konan skotraði augunum til afgreiðslustúlkunnar við næsta borð. Þetta
verða þá sjö tuttugu og fimm, sagði hún.
Ég strauk ósjálfrátt hökuna á mér og fann greinilega fyrir skeggbroddum:
Svo þyrfti ég líka að fá nokkur rakblöð.
Sjálfsagt.
Konan dró út skúffu: Til dæmis þessi hérna?
Og tvær nælur, sagði ég. Stórar.
Úrsynninginn hafði lægt fyrir stundu, rafljósabirta féll á hálfhemaða polla,
stjarna skein yfir líkneskjunni á Austurvelli. Sú yngsta þeirra þriggja kvenna,
sem gættu til skiftis frakka þingmanna, hatta og skóhlífa, var hvergi nærri
þegar ég kom inn í Kringlu í táknflíkinni. Skrifstofustjórinn, elskulegur mað-
ur, sagði ekki neitt þegar ég birtist honum í þessum nýju buxum, en óumræði-
20