Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Enskt? spurði ég. Ég veit það nú ekki. Við fundum þessar — Hún þagnaði í miðjum klíðum, losaði miðann af buxnastrengnum og lagði hann ásamt tveimur títuprjónum hjá gömlum kvarða. Ja ætli það sé ekki enskt, sagði hún. Ef þér viljið máta buxumar, þá er hérna klefi með spegli. Þegar inn í klefann kom, hríslaðist um mig einhver hátíðleg vígslusæla, blandin nokkrum ábyrgðarhrolli. Ég fann það svo glöggt sem verða mátti, að ég var í þann veginn að skrýðast táknflík. Þessar buxur hlutu að örva göfugar hugsjónir, þegnskap og fórnarlund, harðar viðkomu eins og segldúkur, svo stinnar og vænar, að þær gátu næstum því staðið einar. Það brakaði í þeim þegar ég fór að máta þær. Ég stytti í axlaböndunum mínum, unz þær lyftust úr fellingum á báðum ristum, og skárust þó ekki svo djúpt inn í mig neðan- verðan, að ég yrði fyrir verulegum óþægindum. Að sjálfsögðu var táknflíkin ætluð fullholda stjórnmálamanni og gúlpaði mjög á kviðlausum nýliða; en ég þóttist sjá í hendi mér, að vel mætti þrengja buxnastrenginn með nælum, auk þess sem ég átti í vændum að gildna. Skálmamar voru hinsvegar hvergi nærri eins víðar og tízkan bauð, en hvað gerði það til, bar það ekki einmitt vitni um hagsýni og þjóðhollustu? Ég hneppti að mér vestinu, snaraðist aftur í jakk- ann og leit í spegilinn, horfði á sjálfan mig stórröndóttan fyrir neðan mitti, vígðan leiðtoga á erfiðum tímum, tilvonandi bjargráðafrömuð. Síðan fór ég í frakkann, tók budduna mína, klút, sj álfskeiðing og hárgreiðu úr vösum gömlu buxnanna, braut þær saman og lauk upp klefanum. Þær eru alveg mátulegar, sagði ég og benti á táknflíkina. Það tekur því ekki að fara úr þeim. Ég er starfsmaður á Alþingi. Já einmitt. Konan skotraði augunum til afgreiðslustúlkunnar við næsta borð. Þetta verða þá sjö tuttugu og fimm, sagði hún. Ég strauk ósjálfrátt hökuna á mér og fann greinilega fyrir skeggbroddum: Svo þyrfti ég líka að fá nokkur rakblöð. Sjálfsagt. Konan dró út skúffu: Til dæmis þessi hérna? Og tvær nælur, sagði ég. Stórar. Úrsynninginn hafði lægt fyrir stundu, rafljósabirta féll á hálfhemaða polla, stjarna skein yfir líkneskjunni á Austurvelli. Sú yngsta þeirra þriggja kvenna, sem gættu til skiftis frakka þingmanna, hatta og skóhlífa, var hvergi nærri þegar ég kom inn í Kringlu í táknflíkinni. Skrifstofustjórinn, elskulegur mað- ur, sagði ekki neitt þegar ég birtist honum í þessum nýju buxum, en óumræði- 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.