Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 31
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKUTAN OG TUNGLIÐ leg svipbrigði hans standa mér enn fyrir hugskotssjónum. Síðan gekk ég virðulega inn í þingsali og útbýtti frumvarpi og breytingartillögu. í báðum deildum varð ég þess áskynja að þjóðkjörnir fulltrúar á elztu löggjafarsam- kundu í heimi veittu mér nokkra athygli. Sumir þeirra horfðust í augu við mig um leið og ég lagði frumvarpið eða breytingartillöguna á borðið fyrir framan þá. Gagnkvæmur skilningur. Öll orð óþörf. Ég var einn hinna ábyrgu. Guð minn góður, hvílík stökkþróun! Auðvitað ætlaði ég mér ekki að vanrækja embætti mitt, sem mér var reynd- ar farið að þykja heldur lítilfj örlegt; en ég komst að því löngu seinna, að jafnvel ráðherrar hefðu hikað við að biðja slíkt öldurmenni í brakandi tákn- flík að skjótast eftir neftóbaki, vindlum eða sígarettum, lakkrísspörðum eða beiskum töflum. Það fór víst ekki framhjá neinum, að hverju ég stefndi, þegar ég var búinn að eignast þessar röndóttu buxur. Ég taldi mér ekki aðeins skylt að lesa þingskjöl og hlusta á umræður hvenær sem færi gafst, heldur velti ég því fyrir mér sýknt og heilagt, hvaða ráð væru tiltækilegust til að auka brim- þol þjóðarskútunnar, gjaldþol ríkissjóðs. Ég ákvað að skipa mér ekki í neinn flokk fyrst um sinn, en hallaðist þó helzt að skoðunum þeirra manna, sem reyktu lengsta vindla og töluðu snjallast um fórnarlund í ræðum sínum. Þegar embættisbræður mínir létu móðan mása inni í skjalavörzlu þingsins á morgn- ana, hlógu að barnalegum skrýtlum og hermdu eftir kvikmyndaleikurum, svo sem Litla og Stóra, þá tók ég öngvan þátt í slíkri léttúð á erfiðum tímum, heldur braut heilann um torskilin ákvæði í bjargráðafrumvörpum. Það bar líka við, að ég skryppi inn í Kringlu og færi nokkrum orðum um þegnskap og greiðslujöfnuð ellegar nauðsyn þess að klekkt yrði á ref og veiðibjöllu. En stúlkan virtist ekki gefa því neinn gaum, að ég var kominn í táknflík og hafði sveiflazt yfir langt þróunarskeið í einu vetfangi að kalla. Hún leit varla á mig, fékkst ekki til að tala um brimþol þjóðarskútunnar, gjaldþol ríkissjóðs, hélt áfram að grúfa sig yfir rómantískar skáldsögur, æfintýri greifa og baróna. Auk þess var hún stundum að pukrast með sendibréf, sem hún hætti að lesa og flýtti sér að stinga í tösku sína um leið og ég gekk inn úr dyrunum. Aldrei fannst mér hún jafn frábitin því að hlusta á ræðustúf um heimskreppu og aðsteðjandi vandamál eins og þegar hún hafði falið dularfullt sendibréf í tösku sinni, starað út í bláinn drykklanga stund og notið leyndra hugrenn- inga, en tekið síðan til við skáldsagnalestur á nýjan leik. Hvað ætli hún segði, ef ég skyldi nú leysa hnútinn, koma auga á leið út úr brimskaflinum, detta ofan á eitthvert allsherjarbjargráð, sem þingmenn 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.