Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 33
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKÚTAN OG TUNGLIÐ
Hann hafði varla lokið fyrsta kaflanum þegar sú staðreynd blasti við mér,
að frumvarp mitt væri í meginatriðum samhljóða boðskap hrekkjalómsins.
Hláturinn dundi í neðri deild og fór ekki eftir flokkum að þessu sinni, norð-
lenzkir og sunnlenzkir hagyrðingar skelltu upp úr, jafnvel fjármálaráðherra
brosti. Skörungurinn hampaði blaðinu, teygði úr hverju orði, naut þessara
óvenjulegu undirtekta, en ég laumaðist út úr salnum, þerrði framan úr mér
angistarsveita og hét því að rífa frumvarpið mitt og greinargerðina í tætlur.
Guð minn góður, hvílíkt ábyrgðarleysi, hvílík blindni! Auðvitað væri sparn-
aður og aftur sparnaður eina ráðið til að fleyta þjóðarskútunni gegnum brim-
skaflinn!
Ég sá ekki lengur allsnægtir í hillingum, stjórnmálaþrengingar tóku við,
endalausar áhyggjur, sífelld heilabrot um gjaldþol ríkissjóðs og einhvers-
konar viðbrögð til að afstýra hörmungum. Ég sagði við sjálfan mig, að það
væri til litils að ganga í stórröndóttum buxum, ef ég gæti ekki samið neinar
raunhæfar tillögur, bent langmæddum þingmönnum á ný úrræði til að efla
sparnað, þegnskap og fórnarlund. En hvar átti að bera niður? Hvar var blett-
ur, þar sem ekki hafði verið slegið og rakað?
Vel á minnzt, rakað! Þegar ég velti fyrir mér þessu dæmi í herbergi mínu
á kvöldin, páraði tölur á blað og strauk hökuna, þóttist ég iðulega finna fyrir
skeggbroddum, sem urðu mér til slíkra óþæginda í næsta vetfangi, að ég sá
þann kost vænstan að löðra á mig sápu og raka mig. Því miður reyndist ég
ekkert hugkvæmari að loknum rakstri, heldur sótti á mig kynlegt eirðarleysi,
líkt og ég væri hálft í hvoru að vonast eftir — ja ég veit varla hverju, kannski
gesti. Ég át um hríð lakkrísspörð og beiskar töflur, en varð ekki vitund gáf-
aðri, fékk einungis brjóstsviða og þembing. Ég tók nokkrum sinnum í nefið,
hnerraði og grét, en tekjustofnar ríkisins lengdust hvorki né gildnuðu. Loks
hafði ég öngvar sveiflur á því, nema fór inn í tóbaksbúð og keypti rándýran
vindil, gríðarlegan njóla, prýddan gullroðnu pappírsbelti frá hollenzkri verk-
smiðju. Það dugði ekki að horfa í skildinginn þegar jafn mikið var í húfi og
nú, einhverjir urðu að grafa heilann um raunhæfar tillögur. Ég nasaði af
vindlinum að hætti þingskörunga heima í herbergi mínu um kvöldið, skar af
honum, kveikti í og púaði stórum. Síðan skrúfaði ég hettuna af sjálfblekungn-
um mínum og beið þess fullur eftirvæntingar að ný úrræði tækju að gægjast
út úr fylgsnum hugans. Sparnaðartillögur, skrifaði ég á blað í stílabók og
hagræddi mér á gömlu stólskrifli, stakk upp í mig njólanum, tottaði og blés.
Eftir skamma stund varð einhver breyting á gáfnafari mínu; og þegar ég
þóttist finna það á mér, að nú vantaði mig aðeins herzlumuninn til að ná
23