Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skáldum og listamönnum margfalt ríflegri en nú tíÖkast, ef miöað er viö svo- nefndan kaupmátt fjöreggsins. Margfalt óhóflegri væri kannski réttara aÖ segja, því að nokkrir í þessum hópi fengu laun eins og strætisvagnastjórar, aðrir eins og dyraverðir, sumir eins og rukkarar eða vélritunarstúlkur, en örfáir ráku lestina á sendisveinakaupi. Það var orðin hefð að hrófla ekki við ölmusu þeirra á átjándu grein fjárlaga, nema þá til að hækka hana, og fimmt- ánda grein veitti þeim í reynd svipað öryggi. Þingmönnum hafði hvorki skil- izt að snjallar menningarræður geta að verulegu leyti komið í stað ölmusu af þessu tagi, né hugkvæmzt að kjósa nefnd til að halda ár hvert nokkurskonar uppboð á skáldum og listamönnum, sjálfum þeim og öðrum til fróðleiks og skemmtunar. Breytingartillaga norðlenzka hagyrðingsins sundraði snögglega allri flokka- skipan á Alþingi og jók svo á taugaþenslu mína, að ég gegndi embættisstörf- um eins og í leiðslu, ruglaði saman skjölum efri deildar og neðri deildar, keypti neftóbak og beiskar töflur handa ráðherra, sem hafði árætt að senda mig eftir lakkrísspörðum og tyrkneskum sígarettum. Ég var tillögunni and- vígur í fyrstu, einhvernveginn rann mér blóðið til skyldunnar, kvæðið um mýrina heima rifjaðist upp fyrir mér ásamt öðrum ljóðmælum og jafnvel sög- um, sem ég hafði párað í tómstundum mínum áður en ég fann köllun hj á mér til að gerast stjórnmálamaður. Auk þess ókyrrðist ég og felldi tillöguna í hvert skifti sem mér varð litið á nokkur listaverk, sem prýddu ráðherraherbergið og lestrarsal þingsins. Nei, sagði ég við sjálfan mig og hristi höfuðið: Þetta er engin lausn. Síðan fóru skoðanir mínar að sveiflast fram og aftur líkt og í rólu. Það kom upp úr dúrnum að norðlenzki hagyrðingurinn hafði ekki beitt sér neitt að ráði þegar hann lagði orð í belg um fuglafriðunarlögin og eyðingu refa, því að allt í einu var hann orðinn flugmælskur og að sama skapi rökfimur. Við yrðum að venja okkur af því, sagði hann, fáir, fátækir og smáir, að fleygja peningum í svona óþarfa, en þó kvaðst hann ekki flytja umrædda breytingartillögu til að hagga við gömlum og grónum snillingum, sem hefðu kappkostað að sýna ábyrgðartilfinningu í verkum sínum og væru flestir komnir á grafarbarminn. Hann kvaðst flytja umrædda breytingartillögu til að reyna að minnka eða stöðva fjármokstur úr ríkissjóði til ábyrgðarlausra skálda, leirbullara og klessumálara, enda væri þeim engin vorkunn að vinna fyrir sér eins og annað fólk i þessu harðbýla landi. Ef halda ætti uppteknum hætti, sagði hann, að ala ábyrgðarlaus og jafnvel óþjóðleg skáld á fimmtándu og átjándu grein, hlaða undir leirbullara og flatrímara, sem kynnu ekki að 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.