Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 37
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKÚTAN OG TUNGLIÐ yrkja hringhendu, ellegar klessurnálara, sem gætu ekki dregið upp nothæfa altaristöflu né skammlausa mynd af Gunnari á Hlíðarenda, þá væri vá fyrir dyrum. Nokkrir þingmenn, bæði flokksbræður og andstæðingar norðlenzka hag- yrðingsins, tóku í sama streng, risu úr sætum og þökkuðu honum fyrir snjalla ræðu, lýstu yfir fullum stuðningi við tillögu hans og kváðu ekki seinna vænna að spyrna við fótum, endurskoða þetta styrkjafargan, eins og þeir komust að orði, færa jöfnum höndum sönnur á menningarlega dómgreind og sparnaðar- vilja. Skaftfellskur bóndi mælti hinsvegar gegn tillögunni, vildi fremur auka en minnka fyrrnefnda ölmusu, bar blak af skáldum þeim og listamönnum, sem um var deilt, leyfði sér að minna norðlenzka hagyrðinginn á látna snillinga, sem eitt sinn hefðu verið kallaðir óþjóðlegir. Auk þess slógu sumir úr og í, sveifluðust fram og aftur eins og ég, eða kingdu lakkrísspörðum og töldu rétt- ast að fara að öngvu óðslega, heldur vísa málinu til milliþinganefndar. Að lokinni umræðu var því hvíslað í þingsölum að ógerningur væri að spá neinu um afdrif þessarar mikilvægu breytingartillögu, þegar hún yrði borin undir atkvæði við afgreiðslu fjárlaga upp úr helginni. Laugardagskvöld, slökkt í báðum deildum, þrír eða fjórir alþingismenn að dunda eitthvað í herbergjum uppi á lofti, hinir horfnir af sviðinu í bili, farnir að hvíla sig eftir örðuga viku, langa fundi og kappræður fyrir framan hljóð- nema. Mér var órótt í skapi, vitneskjan um bágindi ríkissjóðs tróð mig eins og mara, ég reyndi að færa greiðsluj öfnuð í tal við skeggjaðan pallvörð og impr- aði á tillögu norðlenzka hagyrðingsins við roskna símamey í peysufötum, en hvorugt þeirra virtist kæra sig um að flíka skoðunum sínum. Það tognaði án afláts úr hverri mínútu. Ég gekk að spegli á afviknum stað og horfðist í augu við sjálfan mig, þungbúinn stjórnmálamann, en brá mér síðan niður í Kringlu, þar sem fáeinir svartir frakkar og hattar drúptu á snögum. Þú lest og lest, sagði ég. Stúlkan kinkaði kolli. Hvaða bók er nú þetta? spurði ég. Charlotte Löwensköld, sagði stúlkan um leið og hún fletti blaði. Skáldsaga eftir Selmu Lagerlöf. Mér blöskraði svo skeytingarleysi hennar um bágindi ríkissjóðs, að ég fór að hringsnúast á gólfinu. Enn ein skáldsaga eftir Selmu Lagerlöf! Charlotte Löwensköld! Og þingslit í síðasta lagi á miðvikudag! 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.