Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 43
MÝRIN HEIMA, ÞJÓÐARSKÚTAN OG TUNGLIÐ Ég hjálpaði henni að tína saman eitthvert smádót, en forðaðist eins og heitan eld að snerta sendibréfin, lét sem ég sæi þau ekki, vildi ekki vera hnýs- inn, einsetti mér að minnast ekki á þau. I næsta vetfangi spurði ég hvort þau væru frá karlmanni. Stúlkan smellti aftur töskunni rjóð í vöngum og svaraði ekki undireins, heldur horfði út í fjarskann, út í tunglslj ósið. Síðan sagði hún mér allt af létta, að bréfin þau arna hefði hún fengið frá vini sínum, nývígðum guðfræð- ingi, sem væri aðstoðarprestur í vetur fyrir norðan, en hygðist sækja um laust brauð sunnanlands og þyrfti að bregða sér hingað upp úr áramótum til að ráðgast við biskup. Hún gaf mér ótvírætt í skyn, að hún væri farin að telja dagana: Aðstoðarprestur þessi ætti einnig nokkurt erindi við hana. Aðstoðarprestur! Ég held mér sé óhætt að segja, að ég hafi borið mig vel eftir atvikum. Auð- vitað ákvað ég þegar í stað að gerast einsetumaður og syrgja stúlkuna í kyrr- þey, unz yfir lyki á myrkri haustnótt í afdal. En einhvernveginn fann ég það á mér eftir stutta stund, að angurvær saknaðarhljómur í tunglsljósi yrði straumfallsklið nýrrar skynjunar til ávinnings. Ég sætti mig við orðinn hlut og horfði vorkunnlátur á þrjá eða fjóra alþingismenn, sem hólkuðust í svarta frakka og svartar skóhlífar, sáu ekki skipan geimsins fyrir svörtum hattbörð- um og þrömmuðu niðurlútir út úr húsinu, eins og þeir væru að fylgja ríkis- sjóði til grafar. Ég var sannfærður um að þeir hefðu aldrei fengið að strjúka mógullna lokka og gætu aldrei skilið hversvegna ég hafði snúið baki við íþrótt þeirra á þessu laugardagskvöldi og gefið mig á vald nýrri skynjun. En mýrin? þykist ég vita að einhver spyrji. Mýrin heima? Ég skal fara fljótt yfir sögu, hlaupa yfir langan kafla, líklega tvo áratugi. Þegar ég vissi að stjórnmálamenn hneigðu sig dýpst fyrir marskálkum og ofurstum, og óttaðist ekki aðeins um þjóðarskútuna, heldur sjálfa mannkyns- skútuna, og kunni ekki framar að meta snilld þeirra, sem þreyttu einleik í rangölum eða höfðu klofna tungu, — hver tekur þá að birtast mér í draumi og halda vöku fyrir mér á næturþeli, hver nema mýrin heima, sem ég hafði komizt í ósátt við forðum. Hún birtist mér í sólskini og tunglsljósi á ýmsum tímum árs, stundum ræðin og stundum þögul, stundum bleik fyrir sinu eða glitrandi fyrir hrímsilfri, en langoftast vafin grængresi, sem þó var ekki full- sprottið, sumsstaðar prýdd hvítum fífuhnöppum og annarsstaðar mjaðarjurt. Hún gaf mér stör að tyggja undir djúpum himni og lét svalan kelduleir spýtast milli tánna á mér, unz ég vaknaði og gat ekki sofnað aftur. Mýrin heima hélt TÍMARIT máls oc menningar 33 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.