Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
inn vann eftir pöntun fyrir tiltekinn
aðila, vöruframleiðandi hins kapítal-
íska heims vinnur fyrir óþekktan kaup-
anda,framleiðslahanslendir í straum-
iðu samkeppninnar, sem þeytir henni
eitthvað út í bláinn. Þessi yfirgrips-
mikla vöruframleiðsla, vaxandi verka-
greining, sérhæfing vinnunnar og
framandleiki hinna efnahagslegu afla
slíta öll bein og náin tengsl mannlegra
samskipta, fjarlægja manninn þjóð-
félagsveruleikanum og sjálfum sér. í
þessum heimi verður listaverkið líka
að vöru, listamaðurinn að vörufram-
leiðanda, vinnuveitandinn gamal-
kunni er smám saman orðinn að ó-
Ijósum frjálsum markaði, samsafni
nafnlausra neytenda, svokölluðu „pú-
blíkkúm“. Listaverkið verður æ háð-
ara lögmálum samkeppninnar.
í fyrsta sinn í sögu mannsins er
listamaðurinn „frjáls“ listamaður,
„frjáls“ persónuleiki, nýtur frelsis
hinnar ýtrustu fjarstæðu, kaldasta
einmanaleika. Listin verður annars-
vegar rómantísk atvinnugrein, hins-
vegar verzlunarstarf.
Kapítalisminn hefur löngum litið á
listina sem eitthvað illræmt, grun-
samlegt, alvörulaust; hún var hin
„brauðlausa“ list. Forkapítalískt
þjóðfélag hafði tilhneigingu til örlæt-
is, áhyggjulausrar eyðslusemi, til
gleðskapar og stuðnings við listina.
Kapítalisminn hefur innleitt púrí-
tanskan reikniblýantinn, smámuna-
lega útreikninga, stranga sparsemi.
Auðæfin í forkapítalísku þjóðfélagi
voru reikul og lágu laus fyrir, auðæfi
kapítalismans heimta sífellda aukn-
ingu og samþjöppun fjármagnsins, að
margfaldast æ oní æ. „Gildisnýtingin
(Verwertung des Werts) er hans of-
stæki,“ segir Karl Marx um kapítal-
istann, „og þessvegna þvingar hann
mannkynið miskunnarlaust til fram-
leiðslu framleiðslunnar vegna og þar-
með til að þróa framleiðsluöfl þjóð-
félagsins og skapa þau efnalegu fram-
leiðsluskilyrði, sem ein geta orðið
imdirstaða þroskaðra þjóðfélags-
forms, þar sem höfuðreglan er full og
óheft þróun hvers einstaklings. Kapí-
talistinn er einungis virðingarverður
sem persónugervingur auðmagnsins.
Sem slíkur er hann haldinn sömu al-
gjöru gróðasóttinni og maurapúkinn.
En það sem hjá maurapúkanum or-
sakast af einstaklingsbundinni áráttu,
er hjá kapítalistanum afleiðing þjóð-
félagsvélarinnar, sem hann er aðeins
hjól í. Þar að auki heimtar þróun
kapítalískrar framleiðslu þrotlausan
vöxt auðmagns þess, sem lagt er í
hvert einstakt iðnfyrirtæki, og sam-
keppnin þrengir innri lögmálum kapí-
talískra framleiðsluhátta uppá hvern
einstakan kapítalista, eins og utanað-
komandi þvingun. Vegna samkeppn-
innar er hann nauðbeygður að auka
auðmagn sitt eða tapa því að öðrum
kosti, og eina leiðin til að auka það
er síaukin samþjöppun.“ Og enn:
„Safnið, safnið: það er boðorðið.
36