Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR inn vann eftir pöntun fyrir tiltekinn aðila, vöruframleiðandi hins kapítal- íska heims vinnur fyrir óþekktan kaup- anda,framleiðslahanslendir í straum- iðu samkeppninnar, sem þeytir henni eitthvað út í bláinn. Þessi yfirgrips- mikla vöruframleiðsla, vaxandi verka- greining, sérhæfing vinnunnar og framandleiki hinna efnahagslegu afla slíta öll bein og náin tengsl mannlegra samskipta, fjarlægja manninn þjóð- félagsveruleikanum og sjálfum sér. í þessum heimi verður listaverkið líka að vöru, listamaðurinn að vörufram- leiðanda, vinnuveitandinn gamal- kunni er smám saman orðinn að ó- Ijósum frjálsum markaði, samsafni nafnlausra neytenda, svokölluðu „pú- blíkkúm“. Listaverkið verður æ háð- ara lögmálum samkeppninnar. í fyrsta sinn í sögu mannsins er listamaðurinn „frjáls“ listamaður, „frjáls“ persónuleiki, nýtur frelsis hinnar ýtrustu fjarstæðu, kaldasta einmanaleika. Listin verður annars- vegar rómantísk atvinnugrein, hins- vegar verzlunarstarf. Kapítalisminn hefur löngum litið á listina sem eitthvað illræmt, grun- samlegt, alvörulaust; hún var hin „brauðlausa“ list. Forkapítalískt þjóðfélag hafði tilhneigingu til örlæt- is, áhyggjulausrar eyðslusemi, til gleðskapar og stuðnings við listina. Kapítalisminn hefur innleitt púrí- tanskan reikniblýantinn, smámuna- lega útreikninga, stranga sparsemi. Auðæfin í forkapítalísku þjóðfélagi voru reikul og lágu laus fyrir, auðæfi kapítalismans heimta sífellda aukn- ingu og samþjöppun fjármagnsins, að margfaldast æ oní æ. „Gildisnýtingin (Verwertung des Werts) er hans of- stæki,“ segir Karl Marx um kapítal- istann, „og þessvegna þvingar hann mannkynið miskunnarlaust til fram- leiðslu framleiðslunnar vegna og þar- með til að þróa framleiðsluöfl þjóð- félagsins og skapa þau efnalegu fram- leiðsluskilyrði, sem ein geta orðið imdirstaða þroskaðra þjóðfélags- forms, þar sem höfuðreglan er full og óheft þróun hvers einstaklings. Kapí- talistinn er einungis virðingarverður sem persónugervingur auðmagnsins. Sem slíkur er hann haldinn sömu al- gjöru gróðasóttinni og maurapúkinn. En það sem hjá maurapúkanum or- sakast af einstaklingsbundinni áráttu, er hjá kapítalistanum afleiðing þjóð- félagsvélarinnar, sem hann er aðeins hjól í. Þar að auki heimtar þróun kapítalískrar framleiðslu þrotlausan vöxt auðmagns þess, sem lagt er í hvert einstakt iðnfyrirtæki, og sam- keppnin þrengir innri lögmálum kapí- talískra framleiðsluhátta uppá hvern einstakan kapítalista, eins og utanað- komandi þvingun. Vegna samkeppn- innar er hann nauðbeygður að auka auðmagn sitt eða tapa því að öðrum kosti, og eina leiðin til að auka það er síaukin samþjöppun.“ Og enn: „Safnið, safnið: það er boðorðið. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.