Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hverri yfirskilvitlegri heild), hún
lagði áherzlu á algjöran frumleika
einstaklingsins, á skefjalausa hug-
lægni, að fyrirmynd Lord Byrons.
Með rómantíkinni kemur hinn
„frjálsi“ rithöfundur í fyrsta sinn
fram á sjónarsviðið, hann hafnar öll-
um tengslum og rís þarmeð öndverð-
ur gegn veröld borgarans, en viður-
kennir jafnframt, án þess að gera sér
grein fyrir, hið borgaralega lögmál
um framleiðslu fyrir markað: í róm-
antískri uppreisn sinni gegn borgara-
stéttinni, í frelsisvímunni, sem gerir
hann að lokum að „bóhem“, breytir
hann verkum sínum einmitt í það
sem hann hafði afneitað—í markaðs-
vöru. Rómantíkin er, þrátt fyrir aft-
urhvarf sitt til miðaldanna, mjög svo
borgaraleg hreyfing, og í henni
bryddir á öllum þeim vandamálum,
sem kölluð eru „móderne“.
Mótsagnakenndust var rómantíkin
í Þýzkalandi — vegna þess að Þýzka-
land vó salt milli hins kapítalíska
heims í vestri og lénsskipulags aust-
ursins, og vegna hinnar þýzku „ves-
aldar“, sem öfugsnúin söguþróun
hafði af sér leitt. Timburmenn kapí-
talismans bárust þangað áður en
þjóðin kæmist í vímu hinnar lýðræð-
islegu borgarabyltingar. Tálvonirnar
brustu áður en menn eignuðust þær,
og þessvegna snérist þýzka rómantík-
in, af hryllingi á hinum kapítalísku
ávöxtum þessara róttæku byltinga,
gegn byltingunni sjálfri, gegn hug-
myndum hennar og kennisetningum.
Heine skynjaði þessi mótmæli gegn
kapítalismanum í þýzku rómantík-
inni. „Ef til vill,“ skrifar hann, „var
það fyrir vonbrigðin með peninga-
trúna á okkar dögum, andstyggðina
á eigingirninni, sem þeir sáu hvar-
vetna glotta framan í sig, að nokkrir
heiðarlegir og einlægir höfundar
rómantíska skólans í Þýzkalandi flýðu
inn í fortíðina og fóru að krefjast
endurreisnar miðaldanna.“
Þýzku rómantíkerarnir sögðu
„Nei!“ við þeim þjóðfélagsveruleika,
sem í mótun var. Einbert „neiið“ get-
ur ekki verið varanleg afstaða lisla-
manns; það er ófrjótt ef það gefur
ekki jafnframt hugboð uin „jáið“
eins og skugginn um þann lilut, sem
hann fellur af. Þetta „já“ getur í
reynd ekki verið annað en fylgi við
þá þjóðfélagsstétt, sem framvindan
býr í. Á vesturlöndum tók öreigalýð-
urinn að rísa að baki borgarastéttar-
innar, í Austurevrópu stóðu þjóðirn-
ar óskiptar, borgarar, bændur, verka-
menn, menntamenn í andstöðu við
ríkjandi skipulag; — þýzku róman-
tíkerarnir höfðu þegar fengið ógeð á
hinum verzlandi borgara, en gátu enn
ekki fundið þann kraft, sem framtíð-
ina skyldi byggja, í voluðum öreiga-
lýðnum, og flýðu því aftur inn í
furðuheim miðaldanna, í forkláraða
draumheima lénsskipulagsins. Þeir
tefldu fram nokkrum jákvæðum þátt-
um fortíðarinnar gegn samsvarandi
40