Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hverri yfirskilvitlegri heild), hún lagði áherzlu á algjöran frumleika einstaklingsins, á skefjalausa hug- lægni, að fyrirmynd Lord Byrons. Með rómantíkinni kemur hinn „frjálsi“ rithöfundur í fyrsta sinn fram á sjónarsviðið, hann hafnar öll- um tengslum og rís þarmeð öndverð- ur gegn veröld borgarans, en viður- kennir jafnframt, án þess að gera sér grein fyrir, hið borgaralega lögmál um framleiðslu fyrir markað: í róm- antískri uppreisn sinni gegn borgara- stéttinni, í frelsisvímunni, sem gerir hann að lokum að „bóhem“, breytir hann verkum sínum einmitt í það sem hann hafði afneitað—í markaðs- vöru. Rómantíkin er, þrátt fyrir aft- urhvarf sitt til miðaldanna, mjög svo borgaraleg hreyfing, og í henni bryddir á öllum þeim vandamálum, sem kölluð eru „móderne“. Mótsagnakenndust var rómantíkin í Þýzkalandi — vegna þess að Þýzka- land vó salt milli hins kapítalíska heims í vestri og lénsskipulags aust- ursins, og vegna hinnar þýzku „ves- aldar“, sem öfugsnúin söguþróun hafði af sér leitt. Timburmenn kapí- talismans bárust þangað áður en þjóðin kæmist í vímu hinnar lýðræð- islegu borgarabyltingar. Tálvonirnar brustu áður en menn eignuðust þær, og þessvegna snérist þýzka rómantík- in, af hryllingi á hinum kapítalísku ávöxtum þessara róttæku byltinga, gegn byltingunni sjálfri, gegn hug- myndum hennar og kennisetningum. Heine skynjaði þessi mótmæli gegn kapítalismanum í þýzku rómantík- inni. „Ef til vill,“ skrifar hann, „var það fyrir vonbrigðin með peninga- trúna á okkar dögum, andstyggðina á eigingirninni, sem þeir sáu hvar- vetna glotta framan í sig, að nokkrir heiðarlegir og einlægir höfundar rómantíska skólans í Þýzkalandi flýðu inn í fortíðina og fóru að krefjast endurreisnar miðaldanna.“ Þýzku rómantíkerarnir sögðu „Nei!“ við þeim þjóðfélagsveruleika, sem í mótun var. Einbert „neiið“ get- ur ekki verið varanleg afstaða lisla- manns; það er ófrjótt ef það gefur ekki jafnframt hugboð uin „jáið“ eins og skugginn um þann lilut, sem hann fellur af. Þetta „já“ getur í reynd ekki verið annað en fylgi við þá þjóðfélagsstétt, sem framvindan býr í. Á vesturlöndum tók öreigalýð- urinn að rísa að baki borgarastéttar- innar, í Austurevrópu stóðu þjóðirn- ar óskiptar, borgarar, bændur, verka- menn, menntamenn í andstöðu við ríkjandi skipulag; — þýzku róman- tíkerarnir höfðu þegar fengið ógeð á hinum verzlandi borgara, en gátu enn ekki fundið þann kraft, sem framtíð- ina skyldi byggja, í voluðum öreiga- lýðnum, og flýðu því aftur inn í furðuheim miðaldanna, í forkláraða draumheima lénsskipulagsins. Þeir tefldu fram nokkrum jákvæðum þátt- um fortíðarinnar gegn samsvarandi 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.