Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 51
LIST OG KAPÍTALISMl
neikvæðum þáttum kapítalismans;
hinu beina sambandi framleiðand-
ans, handverksmannsins, listamanns-
ins við neytandann, beinni og per-
sónulegri félagslegum tengslum, meiri
samheldni, traustari einingu manna
við einfaldari og stöðugri verkagrein-
ingu, þar sem firringin (Entfrem-
dung) var enn ekki komin til skjal-
anna — en þessi atriði voru slitin úr
samhengi sínu, vafin töfraljóma, haf-
in til skýjanna og síðan teflt gegn
réttilega gagnrýndum hryllingi kapí-
talismans. Rómantíkerana þyrsti í
einingu lífsins en þeir voru ekki fær-
ir um að sjá þá sönnu einingu félags-
legrar þróunar, og að því leyti voru
þeir einmitt ósvikin börn hins kapí-
talíska borgaraheims. Þeir skildu
ekki að einmitt með því að sprengja
allt staðfast og varanlegt fyrirkomu-
lag, með því að slíta í sundur gamal-
gróið samneyti manna, með því að
leysa samfélagið upp í frumeiningar
sínar var kapítalisminn að særa fram
möguleikann á nýrri einingu. Og
þó var það aðeins undirbúningsstarf-
ið, sem var á hans færi, en hann verð-
ur aldrei sjálfur til þess að setja brot-
in saman aftur í eina heild.
Hinn frumlegasti meðal þýzkra
rómantíkera, Novalis, sem sameinaði
mikla listgáfu frábærri greind,
hafði hugboð um jákvæða eiginleika
kapítalismans og ritaði þessar undra-
verðu setningar: „Verzlunarandinn
er andi heimsins. Hann er einfaldlega
hinn stórkostlegi andi. Hann setur allt
á hreyfingu og hann tengir allt sam-
an. Hann vekur lönd og borgir —
þjóðir og listaverk. Hann er andi
menningarinnar — fullkomnunar
mannkynsins.“ En þennan grun yfir-
skyggði þó hryllingurinn gagnvart
vélvæðingu tilverunnar, vélinni í öll-
um hennar myndum. Novalis snérist
gegn borgaralegri ummyndun ríkisins
(sem staðnaði strax á byrjunarstigi í
Þýzkalandi): „Frjálslegt stjórnar-
form er hálfvegis ríki og hálfvegis
náttúruástand; það er tilbúin, sérlega
brothætt vél -— þessvegna andstyggð
allra snillinga — en þetta er árátta
tímanna, sem við lifum á. Gæti þessi
vél aðeins orðið aðlifandi, sjálfbjarga
kerfi þá væri vandinn mikli leystur.“
Það er hugmyndin um hið „organ-
íska“ sem allir rómantíkerar tefla
fram gegn því „mekaníska“: „011 lífs-
byrjun verður að vera andmekanísk
— stórfengleg útrás — uppreisn gegn
mekanismanum.“ Hjá E. T. A. Hoff-
mann rís þessi andstæða í draugaleg
átök manns og átómats og verk hans
eru eins og Heine sagði: „Samfellt
hrollvekjandi angistaróp í tuttugu
bindum.“ Hin rómantíska dýrkun á
því „organíska“, sprottna, náttúrlega
tilorðna verður að afturhaldssömu
andófi við öllu, sem frá byltingunni
er runnið, gömlu þjóðfélagsstéttimar
og afstæðurnar eru taldar „organísk-
ar“, en hver hreyfing og tilhögun sem
runnin er frá hinum nýju stéttum er
41