Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 51
LIST OG KAPÍTALISMl neikvæðum þáttum kapítalismans; hinu beina sambandi framleiðand- ans, handverksmannsins, listamanns- ins við neytandann, beinni og per- sónulegri félagslegum tengslum, meiri samheldni, traustari einingu manna við einfaldari og stöðugri verkagrein- ingu, þar sem firringin (Entfrem- dung) var enn ekki komin til skjal- anna — en þessi atriði voru slitin úr samhengi sínu, vafin töfraljóma, haf- in til skýjanna og síðan teflt gegn réttilega gagnrýndum hryllingi kapí- talismans. Rómantíkerana þyrsti í einingu lífsins en þeir voru ekki fær- ir um að sjá þá sönnu einingu félags- legrar þróunar, og að því leyti voru þeir einmitt ósvikin börn hins kapí- talíska borgaraheims. Þeir skildu ekki að einmitt með því að sprengja allt staðfast og varanlegt fyrirkomu- lag, með því að slíta í sundur gamal- gróið samneyti manna, með því að leysa samfélagið upp í frumeiningar sínar var kapítalisminn að særa fram möguleikann á nýrri einingu. Og þó var það aðeins undirbúningsstarf- ið, sem var á hans færi, en hann verð- ur aldrei sjálfur til þess að setja brot- in saman aftur í eina heild. Hinn frumlegasti meðal þýzkra rómantíkera, Novalis, sem sameinaði mikla listgáfu frábærri greind, hafði hugboð um jákvæða eiginleika kapítalismans og ritaði þessar undra- verðu setningar: „Verzlunarandinn er andi heimsins. Hann er einfaldlega hinn stórkostlegi andi. Hann setur allt á hreyfingu og hann tengir allt sam- an. Hann vekur lönd og borgir — þjóðir og listaverk. Hann er andi menningarinnar — fullkomnunar mannkynsins.“ En þennan grun yfir- skyggði þó hryllingurinn gagnvart vélvæðingu tilverunnar, vélinni í öll- um hennar myndum. Novalis snérist gegn borgaralegri ummyndun ríkisins (sem staðnaði strax á byrjunarstigi í Þýzkalandi): „Frjálslegt stjórnar- form er hálfvegis ríki og hálfvegis náttúruástand; það er tilbúin, sérlega brothætt vél -— þessvegna andstyggð allra snillinga — en þetta er árátta tímanna, sem við lifum á. Gæti þessi vél aðeins orðið aðlifandi, sjálfbjarga kerfi þá væri vandinn mikli leystur.“ Það er hugmyndin um hið „organ- íska“ sem allir rómantíkerar tefla fram gegn því „mekaníska“: „011 lífs- byrjun verður að vera andmekanísk — stórfengleg útrás — uppreisn gegn mekanismanum.“ Hjá E. T. A. Hoff- mann rís þessi andstæða í draugaleg átök manns og átómats og verk hans eru eins og Heine sagði: „Samfellt hrollvekjandi angistaróp í tuttugu bindum.“ Hin rómantíska dýrkun á því „organíska“, sprottna, náttúrlega tilorðna verður að afturhaldssömu andófi við öllu, sem frá byltingunni er runnið, gömlu þjóðfélagsstéttimar og afstæðurnar eru taldar „organísk- ar“, en hver hreyfing og tilhögun sem runnin er frá hinum nýju stéttum er 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.